Thursday, December 30, 2010

10 ára Brúðkaupsafmæli

já í dag áttum við Árni 10 ára brúðkaupsafmæli..Finnst svo stutt síðan að ég var að gifta mig, finnst tíminn ótrúlega flótur að líða svona eftir á að minnsta kosti.

Við vorum með íslenskan jólamat í dag og buðum öllum sem staddir eru hér í mat.
í forrétt var rjómalöguð Blómkáls og brokkolí súpa
í aðalrétt var Hangikét og allt standard ísl meðlæti með því
og í eftir rétt var skyrkaka og Botil & co komu með heimalagaðan karmellubúðing með rjóma
Það er ekki hægt að segja annað en allir hafi farið heim pakk saddir og glaðir.

Við vorum 14 í matarboðinu sem við ákváðum að hafa út í skóla svo það yrði nægt pláss..

Veit ekki hvort ég næg að setja inn myndir á morgun en ég ætla að reyna

Tuesday, December 28, 2010

Bók

Ég hef gegnið með það að langa skrifa bók í mörg ár..hef samt aldrei komið því í verk..veit ekki hvort ég hef það í mér..

Núna hefur þessi draumur blossað upp aftur..langað að hafa myken sem miðdepil að því veit samt ekki hvort ég ætti að hafa það
skáldsagana rómans´
Ævintýrabók (fólk , álfar og tröll)
algjöra barnabók svona með einföldum texta
bók um upplifun mína/krakkana+smá skáldsaga
eða eingöngu um upplifun okkar


Ég er algörlega týnd í þessu

milli jóla og nýárs

Við erum búin að hafa það mjög gott um jólin.
Þar sem við höfðum ekki hamborgahrygg þá skiptum við honum bara út fyrr hangikjöt en með öllu meðlæti eins og hamborgahrygg. Koma bara merkilega vel út.

Hér vöru allir mjög ánægðir með jólagjafirnar..Og hoftar en ekki heyrðist þá aðalega frá Guðfinnu Birna..Þetta er alveg eins og mig dreymdi..haha Ætli hún sé skyggn ;)

Í gær 27/12 var okkur boðið í kaffi til Láritz og Hönnu dóttir hans..Það var yndislegt..Svo í gærkveldi komu Jan og co..
Krakkarnir fóru seint að sofa eins og alla hina dagana ..við erum algerlega búin að snúa sólahringnum við.

Ég er svo ekkert búin að gera í dag nema hringjas í Jan og bjóða þeim í mat 30 des. Ætla að hafa hangikét og standardin með ..súpa í forrétt og skyr eftirréttur..Ekki búið að ákveða hvort það verður hér eða í skólanum..
Sama dag eigum við Árni 10 ára brúðkaupsafmæli ;)

Í dag 28 des á litla systir mín afæli fyllir nú 31 ár..vildi bara koma því líka að hahaha

Annars er ég líka að deyja úr jólaleti..en vonandi fer það ekki svo illa ;)

Saturday, December 25, 2010

Jôlin og âramôtaheitin

Ekki hef êg verid mjög dugleg ad skifa hêr inn..hef nokkra afsaknair fyrir tvî

  1. Er ekki med îsl lykklabord
  2. er löt ad vera vid tölvuna
  3. hef verid svo upptekin af ödru.

Svo eru thad âramôta heitin

  1. Ættla ad vera duglegri ad fara hingad inn og blogga..minnst 1x î mânudi helst 1x ï viku
  2. Hafa bloggid lîka â norsku og kanski ensku ;)

Annars h¨fum vid haft thad mjög gott og gærdagurinn var inislega..bordudum gôdan mat thô thad var med ödru snidi en venjulega..

Allir gladir med gjafirnar sîna..heyrdist hêr reglulega VÂ alveg eins og êg var bûin ad dreyma..spurning hvort ad börnin mîn sêu skygn ;)

Mâney Dögg er hjâ okkur nûna um jôlin. Henni finnst fîn ad vera hêr en mundi ekki vilja bûa hêrna..Svo ætlar hûn ad koma til okkar nokkrar vikur jafnvel mânud î sumar..vonandi fâum vid gott vedur thann tîma thannig ved getum sînt Myken og allt sem hûn hefur upp â ad bjôda..

êg mun byrja nytt âr â tvî ad setja inn yfirlit â tvî sem vid höfum verid ad gera frâ seinustu færslu

Eigid Gôd jôl og âramôt kæru vinir og ættingjar..

Sunday, October 10, 2010

Velkomin til Myken


Það var bakað upp á hér á föstudagskveld með þennan fallega blómvönd..Með þessu fylgdi kort..Myken Vel ( fólkið á Myken) býður ykkur velkomin...*Ekki allstaðar sem maður fær svona þegar maður flytur..


Birgitta að nóta veðurblíðunar



Kórinn sem kom hér í september að æfa sig ( fer á milli eyjana til þess) Svo héldu þau tónleika fyrir okkur. Það er alveg menning á Myken







Monday, October 4, 2010

Tíminn flýgur

Mikið hvað tímin getur flogið frá manni..Fattaði að það er langt síðan ég póstaði hingað inn seinast...Við unum öll hag okkar vel og líður vel hér..miið búið að vera í gangi og gestagangur á eyjunni..

Ég prjónaði peysu með myken þema (vitahúsið) hann er mjög hrifin af henni. Svo var pantað hjá mér 4 peysur sem ég er að prjóna.
Núna er ég líka búin að fá vinnu í fiskvinnslu og skúra skólann.
Um helgina var "ráðstefna hér" andlegheilsa til vinnu eða álíka hét það. ég labbaði með krakkana já líka Birgittu út í Surlukta(?) og heim aftur..Ef ég hefði vtiað hvað þetta var langt og mikið klifur hefði ég líklega eki tekkið Birgittu með mér en hún haðfi það af báðar leiðir og skemmti sér vel..Svo var vöflur og hádegismatur í skólanum og svo tónlekar í samkomuhúsinu og svo kaffi í Karenstue...Veðrið er búið að vera indislegt en auðvitað er líka búið að vera vndur og regn inn á milli..ætla að setja nokkrar myndir inn hér í næsta innleggi..

Thursday, September 9, 2010

Olbogaskeljar..


Þær eru losta æti nú á ég bara eftir að hugsa um mat í hvert sinn sem ég sé þær. En það góða er að ég get farið niður í fjöru og sótt mér..nammi..

Krakkarnir fóru með Gró í ferð út í sker hér við hliðina og mér og Birgittu var boðið með. Þetta var bara æði og verst hvað mér gegnur illa að setja inn myndir.

Veðrið hér er bara æði í dag..logn og glampandi sól. Ég helst ekki úti vegna þess. Við tíndum skeljar og kuðunga og kveiktum bál þar sem við elduðum þetta fyrst stímuðum við til að láta þá losa sig úr skelinni og svo elduðum við þá í smjöri og hvítlauk..Nammi..Voru með brauð deig sem við settum á grein og grilluðum. Ég tók líka smá deig og setti á pönnuna í afgangin af smjörinnu þegar við vorum búin með skelvöðvana og steikti smá brauð sem var líka mjög gott..
Svo var eftir rettur bakaðu rí álpappír, brauð,epli og súkkulaði Nammi..

Bókað mál eitthvað sem ég á eftir að tína mér sjálf og elda fyrir mig hér heima..þetta er bara gott..Svo var buslað aðeins í sjónum ..krakkarnir strípuðu bara..æðislegt að sjá hvað krakkar geta verið frjálsir þegar þeim er leift það..

Wednesday, September 8, 2010

bakabakabaka






Ég er hér lyggur við að baka upp á hvern einasta dag. Í gær bakaði ég 2 fransbrauð er búin að finna góða uppskrift og einfalda..hún dugar í 2 brauð. Svo bakaði ég líka fyltar brauðbollaru. Notaði afgangin af kjúkling og hrísgrjónum ásamt kjúlla sósunni..Ég og árni smökkuðum í gærkveldi og þetta var bara nokkuð gott..Ætla að taka með mér í Lunch í dag restina..










Það var æðislegt veður hér í gær og í fyrra dag..Og í morgun þegar ég vaknaði var veðrið svona.







Ekki amalegt það .







Ég tók líka nokkrar myndir af Birgittu og Kristínu í gær á leið í búðina.




Alveg uppgefnar eftir annar saman dag




Tuesday, September 7, 2010

Viðurkenningarskjöl

Krakkarnir skemmtu sér vel í gær á Rödö. Þór kynntist 2 strákum og þau fengu bæði viðurkenningarskjal fyrir að taka þátt. Guðfinna var meira að spjalla við kisuna. Hefði frekar trúað að það yrði frekar á hinn veginn. Þau voru sæmt bæði sæl og glöð með ferðina.

Ég og Birgitta höfðum það rólegt á meðan. Bökuðum brauð og röltum í búðina. Það var engin hádegismatur í skólanum enda engin þar. En ég eldaði eitthvað fyrir pungana hér heima.

Svo var ég með kjúla og hrísgrjón í kvöldmatinn. Hafsteinn var hér alveg að tilviljun og við buðum honum í mat...Allir sælir og glaðir eftir kvöldmatinn.

Þór sofnaði alveg uppgefin kl 9 um kvöldið Guðfinna klukkutíma seinna en ég hélt að Birgitta ætlaði aldrei að sofna enda tók hún sér lúr um 5:30 í gær hehe En hún var fyrst á fætur.

ég er búin að finna leið til að setja myndir inn án þess að downloda þeim svo nú fara að koma inn myndir...yess

Monday, September 6, 2010

Smá myndir frá Myken

Eina gatan í Myken, svolítið meira eins og göngu stígur







Sólarlag í Myken. útsíni úr stofuglugganum mínum

Saturday, September 4, 2010

Laugardagskaffi

Þá er komin laugardagur og þá er kökur með kaffinu í búðinni. Konurnar hér sjá um að gera það til skiptis. Ég sé um það í dag og ætla að koma með hjónabandsælu 3 stk til að vera viss um að það sé nóg..

3 kökur rétt dugðu það var slatta af fólki í ´butikeni í dag. Það safnaðist rúmlega 600 norksar kr fyrir Myken í dag í kaffinu..Þetta er einskonar velferðasjóður fyrir eyjuna sem er safnað í.

Friday, September 3, 2010

Pizzu partý

Vorum með partý hér í gær. Ég ákvað að hafa pizzu og Sara fékk veður af því og vildi endilega taka þátt sem var ekkert mál. Svo var maður sem er í heimsókn hér á eyjunni í nokkra daga sem við buðum með líka.
Þau hældu pizzuni í hástert, og við eyddum kvöldinu að borða pizzu, ís og spila og sína galdra. Spjala um túngumál og hvað er líkt með þeim. Enda var fólk frá 3 löndum hérna. Svo fóru krakkarnir þeigandi og hlóðalaust í rúmið. Og hann Arne fór í rúmið á Odinsplasse (var í tjaldi fyrrinótina og þar í gær. Ég og sara sátum hér að skoða netið og drekka eplasider fram á nótt og spjalla.
Fengum skilaboð frá Gestinum okkar.
stig frá Norsku dómnefndinni.
íslendingar 12 stig
sænska fiskikonan 12 stig
íslenska pizzan 12 stig
Myken 12 stig
íbúar myken 12 stig..
Gaman að hann hafði svona gaman að því að vera hér og að við gátum gert ferðina hans svona ánægjulega. Nú segir hann vinum sínum frá og þeir sínum sem þýðir kannski fleiri gestir til Myken sem er mjög gott mál.
En við áttum öll mjög ánægjulegt kvöld..

Tuesday, August 31, 2010

Skólinn og krakkarnir

Krakkarnir byrjuðu í skólanum í seinustu viku og svo var fyrsta helgafríið núna um helgina. Það greinilega hentar þeim var að vera í svona skóla. Þau gátu ekki beiðið eftir því að helgin væri búin til að komast aftur í skólan.

Þór beið eftir að vera sendur af stað á laugardag á endanum spurði hann mig hvenær hann ætti eiginlega að fara. Var ekkert rosalega ánægður þegar ég sagði honum að það væri ekki fyrr en á mánudag sem þýddi 2 daga frí hehe...

Mánudagsmorgun var hann tilbúin kl 8 og vildi leggja af stað ..Skólin er í sjónmáli tekur ca 1 MÍN AÐ hjóla og hann byrjar ekki fyrr en kl 8:30

Gott vatn

Hér á Myken er engin vatnsuppspretta en við erum með rosalega gott krana vatn. Það fáum við með því að hreinsa sjá..Hann er hreinsaður og eimaður og kemur svo svona ískaldur í kranan hjá okkur..Og eita vatnið er það sama ,erum með svona kút niðri eins og er í sveitinni sem hitar vatnið fyrir okkur.

Ég átti ekki von á að þykkja vatn annarstar frá en íslandi gott;) en annað kom á daginn.

Monday, August 30, 2010

jæjajæja

Þá erum við komin með landlínu í húsið og netið.
Eimskip klúðraði smá málunum með dótið okkar en það er allt komið á hreint svo það hlýtur að fara að koma núna í vikunni. Þá er maður komin með borðtölvu.

Veðrið er búið að vera æðislegt en svo byrjaði að rigna í dag..Urðum holdvot á leið úr búðinni

Saturday, August 28, 2010

Eimskip klúður?

Skildi það aldrei vera en það sé eitthvað klúður með dótið okkar. Það er ekki en komið og ég sá reikning frá eimskip í heimabankanum þó ég væri búin að borga..ég sendi þeim email í dag og spurði út í þetta og bað þá um að ef þetta er í einhverju messi að laga sem fyrst og án þess að við fráum nokkra bakreikninga..

Við fórum í dag í búðina upp úr 11 og áttum góða stund þar í dag fengum kankilsnúða og einskvona rifsberja froðu mjög gott..Veðrið hér er líka æði en ein dagin bara glapandi sól og blíða..

Ferð upp á fastland

Í gær fostudag fórum við Árni ásamt Birgittu með Rauðaljóninu upp á fastland til skrá mig inn í landið og aðeins að vesendast í smámálum og versla.
ég þurfti að vakna kl 4 til að fara með bátnum kl 5:10. Ferðin tekur 2 tíma.
Verslunin er svolítið sérstök . Hún er á höfninni í húsinu er bensínstöð, byggingarvöru verslun og "kaupfélag" minnir mig svolítið á kaupfélagið í sveitinni þegar ég var krakki. Og á kassanum í búðinni er bæði búðinn, apotekið og pósthúsið. Svo er svona sjálfafgreiðslu kaffi hús og maður borgar bara með því að setja peningin í bauk..Mjög sérstakt. Báturinn fór ekki til baka fyr en 15:30. Svo það er svolítil bið eftir að við vorum búin að öllu sem við þurftum að gera. En veðrið var gott svo það er allt í lagi.

Árni og stelpan steinsváfu alla leiðinna heim aftur ég varð að vekja þau þegar við komum til Myken. Þar sem gamli kallinn og krakkarnir biðu okkur á kæjanum. Þau komu ekki með þar sem þau voru í skólanum um morguninn. Þau fóru og gerðu brennu og grilluðu sér pylsu um morgunnin..

heihei Bjarney

Friday, August 27, 2010

Loksins smá net í íslenskari tölvu ;)

Jæja þá er maður með smá net hér heima þar sem maður kemst í ísl lykla borð ;)

Nú erum við búin að vera hér í viku og allir eru en ánægðir. Við erum því miður ekki en búin að fá dótið okkar svo að ég get ekki en sett inn myndir en þær koma um leið og hægt er, aðalega á facebook en einhverjar munu líka koma hér. Ég er búin að taka fullt af ÆÐISLEGUM myndum.

Veðrið er búið að vera æðilegt alla vikuna fyrir ein dag sem ringdi eins og helt væri úr fötu en það var líka æði hehe.

Hér eru litlar svartar flugur sem eru kallaðar mugg og Tengda pabbi er útbitin eftir þær. Árni örfá bit og ég og krakkarnir höfum ekkert verið bitin en sem komið er og vonandi helst það svoleiðis.

Að mörguleiti er eins og fara 30 ár aftur í tímann að koma hingað til Myken og það er bara æði. Hér í íbúðinni okkar sem er með yngstu húsunum hér(byggt 1972) er Mykið af gömlum hlutum og svo gólfdúkarnir og veggfóðrið..það er bara æði. Hér er mikið af gömlum húsum sem fólk er að taka í gegn og því miður þá er mikið af gömlum hlutum hent, það eru ekki allir fyrir þessa gömlu hluti og henda þeim :( Okkur íslendingunum og Söru (sænsk) finnst mj0g erfitt að horfa upp á það. Sumir segja meirað segja að það ætti að vera lög við að henda svona gömlum hlutum, mikið af þessu er antik.

Verslunin hér er líka pósthús og samkomustaður eyjabúa. Það er opið alla virkadaga milli 14 og 16 og svo á laugardögum er opið milli 11 og 13.

Ég og Birgitta erum komnar með ágætis rútinu yfir dagin. Við vöknum með krökkunum, borðum með þeim morgunmat og komum þeim í skólann. Þvoum þvott og þrýfum fyrir hádegi. Afi og pabbi koma heim í kaffi um 10 leitið. kl 12 löbbum við í skólann og borðum hádegismat með krökkunum og öðrufólki sem kemur í mat í skólann. kl 13 fara krakkarnir aftur að læra en við Göngum frá eftir matinn. Svo röltum við út í búð sem opnar kl 14. stundum löbbum við með Kristinu (vinkona Birgittu) og mömmu hennar hennar. Íbúðinni er leikhorn fyrir krakkana en fullorðna fólkið situr og drekkur kaffi meðan það spjallar. Konurnar taka sig líka til og prjóna. Bæði eigin verkefni og svo er líka bútaprjónsteppi sem allar eru að gera saman. Svo klárar fólk smátt og smátt að versla. Upp úr 16 rölta ég og krakkarnir heim. Oft um það leitið hvílir Birgitta sig smá og ég hef það rólegt. Klára kannski það sem ég náði ekki um morgunin. Svo fer ég að undirbúa kvöldmatinn. Mikið er ég fegin að ég er að fá pottana mína senda til mín. Her er ein lítil panna örfáir litlir stálpotar og svo eru ALLIR hinir ÁLPOTTAR já ÁLPOTTAR þeir eru samt góðir til að poppa haha....Svo er vaskað upp og gengið frá eftir matinn. Engin uppþvottar vél ;)..Svo eru krakkarnir gerðir tilbúnir í háttinn. Svo er bara haft það náðugt við sjónvarpið eða lestur..

Mér gegnur ágætlega með Norskuna. MEirað segja mjög vel miða við að ég er bara búin að vera hér í viku.

Krakkarnir hafa það flott hér. Þór sést varla allan dagin ef hann er ekki í skólanum eða slíglast í kringum pabba sinn í vinnuni þá er hann í einhverjum könnunarferðum hér í kring.

Þau byrjuði í skólanum á mánudaginn var. Dagurinn þeirra byrjar á því að þau taka með sér mat fyrir hænurnar ( afgangur síðan deginum áður) og gefa hænumum á morgnana. Svo eru kennslu stundir. Þór er með stærðfræðibók fyrir 2 bekk og gegnur bara mjög vel en í byrjun er mesta áheyrsla á það að kenna þeim Norsku að sjálfsögðu, Eitt er það sem er ekki gott það er að þau eru ekki í samskiptum við önnur norsk börn því það er þannig sem börn læra Norksuna svona fljót, leika við önnur börn. Svo í hádeginu þá eru þau með mötuneiti þar sem þau eru búin að elda hádegismat og leggja á borð fyrir sig og hvern þann sem dettur í hug að mæta og borða með þeim. Við foreldranir koma alltaf. Maturinn fyrir þau og Birgittu er frítt en hann kostar 20 nkr lámark á mann. Peningurinn er notaður í kosnað og allir afgangur fer í ferðasjóð fyrir skólann. Svo eftir hádegismatinn þá eru þau í einum skólatíma. Þau koma svo og hitta mig upp í búð ef ég er farin...Svo eru þau bara að skotast hér inni og úti það sem er eftir að deginum. Ég leifi þeim svolítið að horfa á Norksa barnatímann enda fín leið til að læra Norskuna.

Við höfum það allavegnana öll hér vigtig bra..

Monday, August 23, 2010

Fyrsti skoladagurinn

hann var bara stuttur mætt kl 9:30 og buin kl 11. Svo var afgangurinn af Ludunni og kjøtinu i hadegismatin..Samt ekki blandad saman ;). Luduplokkfiskur er rosalega godur. Hafsteinn fekk ser lika enda nog til. I dag ætla eg svo aå gera fiskibollurnar. Jæja er hætt i bili ætla ad fara ad prjona med hinum kvinnunum...

Sunnudagsluda

Eg hafdi thessa frabæru Ludu i kvøldmatinn. Bara salt og pipar.steikt a pønnu og svo høfd i ofninum medan eg klaradi ad gera fiskisosuna og kartøflunar. Eg ætla ad nota hinn fiskin i bollur eftir helgi. tharf ad redda mer hakka vel. Forum i heimsokn til pruthe og Ola i dag medan vid vorum thar kom urhellis rigning sem gerist ekki oft her ad mer skilst.

Saturday, August 21, 2010

Fyrsti dagurinn

Þó við fórum að sofa í þoku og myrkri í dag þá vöknuðum við sólskin og flott veður. Kúrðum aðiens fram eftir en fórum svo í búðina kl 11. Á laugardögum er alltaf kaffi og kökur í búðinni. Þar hitti ég mikið af eyjabúum sem buðu mig hjartanlega velkomna. Sumir töluðu ensku aðrir Norsku en ég gat skilið mesta allt sem var sagt við mig..VErsluðum smá í matin og svo þegar við komum til baka heim þá lagði Birgitta sig eftir annan saman dag..

EFtir hadegi for tengdapabbi og Hafsteinn ad veida. Vid fengum nokkra fiska i sodid. thar sem vid vorum buin ad akveda ad hafa afgagnin af matnum fra kvøldinu adur i matin a laugardeginum tha gerdi eg bara ad fiskinum rodfletti hann og geri ad honum fra a-ø og thad nokkud vel tho eg segi sjalf fra. Eftir kvøldmatinn kom Ola nagranni okkar med thessar dyrindis Ludusteikur. Hversu heppin getur madur verid.

Komin á áfanga stað

Þá er maður komin til Myken. Fengum æðislegt veður hér fyrsta morguninn.

Seinustu vikuna á Íslandi þá fórum við stelpurnar (ég, Máney og Birgitta) hringinn í kringum ísland. Keyrðum tæpa 1700 km og í tæpa 24 tíma. Tók okkur laug til miðvikudag. Vorum 2 nætur hjá vinkonu minni á www.blafell.is Komum við hjá Öddu á Svalbarðseyri. Og þegar við vorum búnar hjá Hrafnhildi þá komim við við hjá Betu í eina nótt en því miður þá hitti ég ekki á Ingu.

Föstudagin áður fór ég út á lífið með vinkonum mínum og fjölsk í keflavík. Vilborg frænka kom líka til að hita mig.

Við komum til baka á mið og þá fór ég með mömmu og soffíu og Doddý á kaffi hús um kvöldið.

Ég ætlaði aldrei að sofna um kvöldið en loksins þegar ég gerði það þá var það seitn og lítið, var greinilega orðin svolítið spent fyrir því að fara því að ég var vöknuð 15 mín á undan kl hehe.

Við gerðum okkur tilbúnar og Soffía kom að sækja okkur um 5:30. Vorum komnar upp á flugvöll rétt fyrir 6 og þar sem ég var búin að ákveða að standa ekki í þessari röð þá skelltum við okkur beint á kassa til að tékka inn. Við hittum pabba fyrir utan svo að við gátum kisst hann bless..

Við vorum snöggar að tekka okkur inn og fara í gegnum eftirlitið. ég var með svolítið mikið í handfarangur sem var erfitt.. Soffía fór með okkur nánast að hliðinu...Birgitta var mjög spent fyrir því að fara..Við höfðum það mjög gott í fluginu út en hún sofnaði ekkert...

Þannig þegar við vorum komnar til Oslo þá var svolítið mikið labb til að ná í töskunar og mín var orðin svoldið pirruð þegar þangað var komið eftir að hafa labbað alla þessa leið...Hún vildi helst leggjast í gólfið og mamma hennar hindleiðinlegt að vilja ekki halda á henni hehe..

við biðum og biðum eftir réttum töskum og ekki var hún en komin eftir að meldingin um að seinasta taskan væri komin á bandið var komin ..Svo ég fór til SAS og tilkynnti hana tínda ..konan í afgreiðslunni var mjög almennileg...

svo var flogið til Bodö bara með eina tösku. ég ath eftir að ég var lent þar hvort að þau vissu eitthvað um töskuna og fékk að vita það að hún kæmi með næstu vel og hvort ég vildi bíða ég afþakkaði pent og bað um að láta senda hann bara á Hótelið.

Við fengum ágæstis herbergi á hótel Zafyr, þetta var auðvitað ekki 4 stjörnuhótel eins og Icdelandairhótelið ;) en þetta var ágætt..Ég steinlá langt á undan Birgittu hehe..Ég lét þau í afgreiðslunni vita að ég ætti von á töskunni og þau sögðust ætla að hringja upp þegar hún kæmi. ég mann ekki eftir að hafa heyrt hringinu..

Morgunin eftir var taskan ekki en komin og ég kunni ekki að hringja niður í afgreiðslu (roðn)Svo ég prufaði að hri´ngja á flugstöðina og svolieðis til að ath með hana. ég fékk að vita að hún væri komin til Bodö svo ég prufaði að hringja í flugstöðina þar og mér var sagt að það yrði hringt aftur..greinilega mikið að gera akurat þessa stundina..
Meðan á þessu stóð var Birgitta með orku sprautu í rassinum og var að fikta í hrebergis hurðinni opna og segir allt í einu ...Mamma taskan okkar er hér...ég var ekki alveg að trúa henni en viti men þar stóð taskan..hehe

Við misstum af morgun matnum svo við kláruðum sturtu og pökkuðum ÖLLU sem við gátum úr handfarangrinum ofan í töskurnar því núna skipti þyngdin á þeim ekki lengur máli...Svo Ég var bara með 2 töskur og svo sitthvora bakpokann sem var orðin helmingi léttari en deginum áður.

Skeltum okkur niður og fengum okkur hádegismat.

Svo um 12 vaR tékk út en ferjan átti ekki að fara fyrr en um 16:00. En við fórum í leigubíl og báðum um að fara með okkur niður þar sem ferja til Myken væri ;) hann þóttist alveg vita hvar það væri..Svo heyrði ég strákin sem van í matsölunni þar alltaf tala um ferjan væri kl 17:45 sem passaði ekki við tíman minn..þannig ég fór að tala við hann og hann var fastur á sínum tíma og ég mínum þannig við fórum að ath þetta ..kom ekki í ljós að ég væri við vitlausa ferju..Það var skelt sér í annan leigubíl með allt draslið og farið á réttan stað...sem betur fer hafði ég nægjan tíma.

Stelpan var nokkuð stillt meðan við biðum en það var eins og hún gæti ekki haldið neinum mat..eða hann var ekki nógu góður hehe. Hún kyntist lítilli stelpu þar sem var 16 mán.
Loksins kom ferjan og við lögðum af stað..Á móti okkur sat koma með son sinn sem var 18 ára og við spjölluðum heilan helling ..hún var að segja mér frá fjöllunum í kring og svona..Birgitta sofnaði svo í smá stund..en þegar hún vaknaði var hún full af orku..á næsta bekk sat gamall karl sem var að drekka og hann var alltaf að kjóa framan í Birgittu..og hún var nú hálf hrædd við hann en hann leit út fyrir að vera væsnti karl.
Svo þegar við vorum orðnar einar þá færði hann sig yfir til okkar.. fannst Islendingar frábærir og við ættum bara öll að flytja til Noregs það væri ekkert mál..koma okkur af þessu skeri. hehe þóttist þekkja vel til á íslandi hahaha..

Svo kom kona til okkar og það var okkar egin Gro frá Myken..haldið þið ekki að karlpungurinn hafi umtunrnast og kjafturinn á honum (á ensku) er ekki hægt að hafa eftir..Ég átti ekki orð..og það snerist allt gegn henni þgro okkar.. en sem vbetur fer vorum við eiginlega komin á leiðar enda fyrir okkur svo við vorum tilbúin til að fara. ég stór upp og hann bað mig afsökunar á meðan hann hélt áfram með kaftin gagnvart henni Gro..ég sagði bara að ég héldi nú ekki ég kærði mig ekki um að það sé talað svona í kringum barnið mitt og við stóðum upp og fórum..Ég veit ekki hvað fór upp í raskagtið á þessum kalli hehe..

Þá fórum við í rauðaljónið sem er báturinn okkar..og áttum ánægjulega ferð það sem eftir var. Við fundum hvorugar fyrir sjóveiki alla leiðinna..

En mikið vorum við glaðar þegar við komust alla leið og sáum Árna og krakkana á bryggjunni.

Svo var árni og gamli jálkur búnir að ewlda fyrir okkur flotta máltíð..
En mikið var gott að fara að sofa eftir langt ferðalag..
Loksin kom ferjan og við lögðum a

Wednesday, August 11, 2010

Íslendingum fjölgar hratt á litlu norsku eyjunni Myken

Verður maður ekki setja viðtalið við Hafsteinn sem kom í morgunblaðinu hér inn..

Þegar Hafsteinn Ásgeirsson kom fyrst til eyjunnar Myken við Norður-Noreg í fyrrahaust óraði hann ekki fyrir því að tæpu ári síðar yrði hann sestur þar að ásamt Kristínu Árnadóttur eiginkonu sinni. Nú sjá þau um nær alla flutninga til og frá þessari litlu eyju, og taka brátt við verslun og póstafgreiðslu.

Hafsteinn þekkir ágætlega til í Noregi en börn hans tvö eru bæði búsett norður af Tromsö og sjálfur vann hann við farmflutninga við Noregsstrendur árið 2008.

„Ég sá umfjöllun í Morgunblaðinu þar sem óskað var eftir fólki sem hefði áhuga á því að taka við ferjunni hér við Myken-eyju. Þar sem við hjónin vorum á leiðinni til Noregs í ferðalag ákváðum við að kynna okkur aðstæður,“ segir Hafsteinn sem heillaðist strax af rólegu og vinalegu yfirbragði eyjunnar. „Þrátt fyrir suðvestan rok og leiðindaveður leist mér vel á staðinn í þessari fyrstu heimsókn. Eyjarskeggjar tóku okkur hjónum opnum örmum sem leiddi til þess að ég tók að mér að finna Íslendinga til að vinna á eyjunni,“ segir Hafsteinn. Engir Norðmenn höfðu fengist til að taka við ferjurekstrinum og úr varð að Hafsteinn tók hann að sér. Fyrirfram hafði hann þó engan sérstakan hug á því að setjast þarna að enda í góðu starfi. En tengslin við eyjuna voru komin til að vera og eitt leiddi af öðru.

„Ferjustarfið eitt og sér var ekki nægileg ástæða til að flytja út en þegar við sáum að verslunarreksturinn var laus var kominn grundvöllur fyrir því að setjast að á Myken.“

Bróðir Kristínar áformar nú að flytja til Myken með fjölskyldu sinni.

Spurt & svarað
Hvar er Myken?

Myken er lítil eyja við Norður-Noreg. Eyjan liggur rétt 25 kílómetrum neðan við heimskautsbaug. Rúmlega 20 manns hafa þar fasta búsetu og þar af eru átta Íslendingar. Á sumrin fer íbúatala þó vel yfir 160 manns þar sem margir hafa afdrep á Myken á sumrin. Fiskveiðar og -vinnsla eru aðalatvinnuvegir eyjaskeggja.

Tengingin við Ísland

Íslensk fjölskylda hefur sest að á eyjunni og sér nú um ferjuna, verslun og póstafgreiðslu á staðnum. Eyjarskeggjar höfðu lengi leitað árangurslaust eftir fólki til að taka við ferjurekstrinum og leituðu að lokum til Íslands.

Að auki hafa tveir íslenskir smiðir unnið þar í sumar við að gera upp gömul hús. Annar þeirra ætlar að flytja út með fjölskyldu sína en hann á þrjú börn með konu sinni. Þar með er kominn grundvöllur fyrir skólastarfi í eyjunni en útlit var fyrir að skólanum yrði lokað vegna fámennis. Íslendingarnir koma því sem sannkallaðir bjargvættir inn í þetta litla samfélag.

Monday, August 9, 2010

9 dagar

Nú er allt komið á fullt..Er búin að pakka næstum öllu..nema kanski einum kassa og svo tölvunni...Svo á morgun eða mið þá verður öllu skelt á bretti og sent af stað..

Now everything is almost fully backed.. except maybe one box and the PC ... So tomorrow or Wed, all on pallets and sent off to Norway.

á bara eftir að vinna miðvikudags og fimmtudags kvöld og svo er ég búin. Og bara vika þar til við fljúgum.

Wow,I just have to work on Wednesday and Thursday evening and then I'm don And just a week until we fly.

Ég ætla að nota vikuna til að kveðja vinkonur mínar bæði hér í Keflavík og út á landi. Spurning um að skella sér hirngvegin til að hitta á þær.

I'm going to use this week to say goodbye to my friends, both in Keflavik and out of Keflavík.Maby I will go and drive around Iceland this week to meed them.

Thursday, August 5, 2010

Þá er ég komin með ferðina nokkuð á hreint.

Fimmtudagin 19 ágúst kl 5:30 verður farið upp á völl. Flogið til Oslo kl 7:50.
Lent kl 12:20 á staðartíma.
Svo eigum við flug með SAS til Bodö frá Osló kl 17:10 og lendum í Bodö kl 18:40
Þar Gistum við í eina nótt á hótel ZEFYR.
Svo förum við með Hurtigåt kl 16:00 til Tonnes og þaðan með Rödölöven kl 19:45 til Myken. Við ættum að vera komin á loka stað ca kl 21:15-21:45.

Þetta er þvílíkt ferðalag..

En hverfur búslóðin

ég er að verða búin að pakka öllu niður sem fer með. Komin með ferðatöskur fyrir mig og Birgittu.

í dag var farið með Rúmið hennar Máneyjar á sinn stað. Og svo kom Mamma og pabbi og sóttu hjónarúmið og sófasettið. Restin fer niður í bílskúr fyrir sigurveigu systir þegar hún fær nýja húsið sitt.

Svo er að pakka niður öllu sem við ekki þurfum og skella kössum inn til Máneyjar.

ég er líka nokkuð viss um að ég ætli að skella mér í ferðalag þegar að ég er búið að gera allt tilbúið og er búin að vinna. Fara austur til Hrafnhildar vinkonu með stelpurnar.

Núna sefur ég og litla píslin á báðum dýnunum og yfirdýnuni úr rúminu hans þórs. eða sko hún steins sefur akurat núna en ég ætla að reyna að nota friðin ;)

Monday, August 2, 2010

Búið að sækja fyrsta dótið/first stuff gone

Haukur og strákarnir komu hér áðan og sóttu sjónvarpssófan og þurkaran. svo kom kona að skoða litla skenkinn. Hún er að fara að skoða annan svo að ég fæ að vita á morgun hvorn hún velur.

Haukur and the boys came here earlier and took televisionsofa and the dryer.A woman came to look at the small cabinet. She is going to look at one another so I will know to tomorrow which one she chooses.

Tungumál á blogginu

ég er að pæla að hafa færslunar líka á ensku jafnvel Norsku..svona fyrir þá sem vilja skoða;)

Sunday, August 1, 2010

Fyrsta holl farið

Jæja hér var allt ræst kl 5 þó ég hefði viljað að það væri pínu fyrr svo við mundum ná upp eftir kl 5:30.

Vorum komin upp eftir korter í 6 og roðin var endalaus. En sem betur fer var starfsmaður að ganga á röðina og benti fólki á að það gæti skráð sig inn í vélunum til hliðar með bókunar nr. Ég ætla að nota það bókað mál þegar ég fer ;).

En ég er komin heim aftur og þau komin upp á flugstöð. strax farin að sakna þeira þau fljúga eftir klukkutíma.

Nú verður bara unnið og pakkað áfram þar til ég fer.

Seinasta helgin á íslandi (í bili)

Var núna um Verlunarmanna helgina. Og hún var sko notuð til hins ýtrasta. Og ég var svo heppin að vera í vaktarfríi þá.
Birgitta átti afmæli á föstudagin og auðvitað var gert eitthvað fyrir hana á föstudaginn.
á laugardagin Tókum við rúntin til að hitta aldursforsettana í báðum fjöslkyldum. Byrjuðum á "langasettu" ömmu sem er amma mín á DAS. Svo brunuðum við austur fyrir fjall til Bjössa langafa sem er afi hans Árna. Rúntúðum um bæjarfélagið, komum við í Hveragerði. Borðuðum kvöldmat á Frydays. Allir Þrettir og glaðir þegar heim var komið, þó að sumir voru orðnir pirraðir af þreytu.

Svo í gær var afmælisboð fyrir Birgittu og Máney. Buðum öfum og ömmum og frænkum og frændum enduðum sem 22 með börnum. Og að sjálfsögðu fékk Guðfinna að bjóða Besta vinni sínum honum Adam og 'Þór sínum (sem komst því miður ekki)En Veislan var haldin á Langbest upp á velli og tókst bara með endemum vel. 7 pizzur og gos ofan í allt þetta fólk kostaði ekki nema tæpar 13 þús.

En helgin tókst bara vel til og allir ánægðir.

Thursday, July 29, 2010

Kurt á hótelinu í Bodö

Var svoldið fyndið þegar ég pantaði herbergin þá spurði hann Kurt(gaurinn sem tók við pöntunninni) mig að því hvort ég væri bara að túrhestast. Þegar ég sagði honum að ég væri að taka ferjuna dagin eftir því ég væri að fytja til Myken. Þá kom í ljós að hann þekkir til þarna og börn er vinur hans..Hann fer sjálfur reglulega til Myken.
Hann sagði líka að ég yrði ekki svikin af því að vera þarna ;)

Wednesday, July 28, 2010

Á mánudagin..

alltaf styttist þetta..árni og krakkarnir fara eftir nokkra daga (mánudagin næsta).
Birgitta verður 3ja ára á föstudagin. Langar að halda smá boð fyrir hana. Ætli það verði ekki pizzu ferð eða álíka.

Björn sendi mér póst, það er ekki komið 100% með kennaramálin en ég þarf ekki að hafa eninar áhyggjur..sá sem sér um þetta í komunini er í frí en kemur 9/8 ´10 aftur og þá verður farið að auglýsa..Þótt honum Birni finnist Þeir hafa haft skít nógan tíma þar sem ég sendi þeim email að við værum að koma..Þeior bara trúðu mér ekki alveg það var málið hehe.. En það er allt að bresta á.

Ég er búin að kaupa miða fyrir mig og Birgittu. En þar sem miðinn er verslaður á pungta þá get ég ekki farið hvenær sem er..en ég fékk far 19 ágúst..Svo við mægunar getur dútlað okkur alveg í heila viku 2 einar áður en við förum..njóta þess að fara í sund og svona áður en við förum. Ef ég hefði vilja panta miða og borga hann alveg sjálf þá hefði verið ódýrast 25 ágúst..fannst það vera aðeins of langt þar til..

Máney er búin að vera með vinkonu sína hjá sér og svo eru þær að fara sama með fjölskyldu hennar Gunnhildar. svo kemur hún heim sun mán næsta og fer beint vestur..Þetta barn er aldrei heima hehe

Monday, July 26, 2010

Kennaramál

Jæja tengdapabbi var hér áðan og mér skilst að kennaramálin eru komin á hreint svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því;)

Ég er að verða búin að pakka öllu sem á að fara með. Held það sé bara leikföngin hjá krökkunum eftir. og einhver útiföt..svo er bara að pakka restinni niður..

Saturday, July 24, 2010

í fréttum

Jæja en kemur Myken í fréttirnar

http://www.hblad.no/kommentarkatalog/article374460.ece

Það eru til fleyrri linkar..þar sem er t.d minnst á flutningin okkar til Myken og svo var Hafstein frændi Árna í Mogganum um dagin. Hann sér um verslunnina á svæðinu

Friday, July 23, 2010

Tíminn flýgur

Núna er bara vika í það að Árni og krakkarnir fara út. Allir orðnir voðalega spentir..
Það gegnur fínt að pakka er að verða búin að pakka öllu sem verður tekið með sér...

Ég á að vera á dagvakt þegar þau fara 2 ágúst en fékk þann sem er að vaktinni með mér til að skipta við mig svo ég verð á næturvakt og get þá keyrt þau uppeftir.

Birgita á líka afmæli á föstudagin næsta. Kannski maður reyni að hafa smá boð fyrir hana..Fara með alla bara á Lnagbest eða álíka..Máney vill gera sameiginlegt fjölskyldu afmæli fyrir þær 2. Kannski það sé bara ekkert vitlaus hugmynd.

Brettin verða vonandi tilbúin strax eftir helgi svo við geturm sent þau af stað.

Ég trúi því ekki að meiri hlutin af árinu sé liðin. Það verða jól áður en maður veit af.

Monday, July 19, 2010

Enn styttist þetta

Jæja Árni komin heim. Mikið er gott að hafa hann.

Vegabréfin fyrir krakkana komin í hús.

Hann, Guðfinna Birna og Þór Nikolai og tengdapabbi fljúga til Bodö 2 águst. Gista þar eina nótt og taka svo ferjuna dagin eftir.

Ég ætla að klára að pakka því sem þarf að fara með í þessari viku. Þannig eð brettin geta farið af stað stax eftir helgi og verða þá líklega komin um svipað leiti og ég hehe.

Ég og Birgitta Líf fljúgum svo út til Bodö 17-18 ágúst..það er rétt svo mánuður. ég er orðin voðalega spennt

Friday, July 16, 2010

Smá skemtileg tölfræði

Þegar við erum komin út þá verða 42% eyjabúa íslendinga.

21% rauðhærðir og 50% íslendingana

Ættli það sé nokkurstaar í heiminum þar sem er jafnmikið hlutfall af rauðhærðum eða Nýbúum ;)

Tuesday, July 13, 2010

Leigja út

Nú er það komið á hreint vinkona mín ætlar að leigja íbúðina. Ætli við gerum ekki árs leigusamning. Kosturinn við það er að við getum ef við viljum notað eitt herbergið til að geyma dótið sem við tökum ekki með okkur. Það er bara hún og 9 ára sonur hennar og kettirnir í allri íbúðinni..

Nú er bara að gera leigusamning..

Íslendingum fjölgar hratt á litlu norsku eyjunni Myken

Þegar Hafsteinn Ásgeirsson kom fyrst til eyjunnar Myken við Norður-Noreg í fyrrahaust óraði hann ekki fyrir því að tæpu ári síðar yrði hann sestur þar að ásamt Kristínu Árnadóttur eiginkonu sinni. Nú sjá þau um nær alla flutninga til og frá þessari litlu eyju, og taka brátt við verslun og póstafgreiðslu.Hafsteinn þekkir ágætlega til í Noregi en börn hans tvö eru bæði búsett norður af Tromsö og sjálfur vann hann við farmflutninga við Noregsstrendur árið 2008.„Ég sá umfjöllun í Morgunblaðinu þar sem óskað var eftir fólki sem hefði áhuga á því að taka við ferjunni hér við Myken-eyju. Þar sem við hjónin vorum á leiðinni til Noregs í ferðalag ákváðum við að kynna okkur aðstæður,“ segir Hafsteinn sem heillaðist strax af rólegu og vinalegu yfirbragði eyjunnar. „Þrátt fyrir suðvestan rok og leiðindaveður leist mér vel á staðinn í þessari fyrstu heimsókn. Eyjarskeggjar tóku okkur hjónum opnum örmum sem leiddi til þess að ég tók að mér að finna Íslendinga til að vinna á eyjunni,“ segir Hafsteinn. Engir Norðmenn höfðu fengist til að taka við ferjurekstrinum og úr varð að Hafsteinn tók hann að sér. Fyrirfram hafði hann þó engan sérstakan hug á því að setjast þarna að enda í góðu starfi. En tengslin við eyjuna voru komin til að vera og eitt leiddi af öðru.„Ferjustarfið eitt og sér var ekki nægileg ástæða til að flytja út en þegar við sáum að verslunarreksturinn var laus var kominn grundvöllur fyrir því að setjast að á Myken.“Bróðir Kristínar áformar nú að flytja til Myken með fjölskyldu sinni.Spurt & svaraðHvar er Myken? Myken er lítil eyja við Norður-Noreg. Eyjan liggur rétt 25 kílómetrum neðan við heimskautsbaug. Rúmlega 20 manns hafa þar fasta búsetu og þar af eru átta Íslendingar. Á sumrin fer íbúatala þó vel yfir 160 manns þar sem margir hafa afdrep á Myken á sumrin. Fiskveiðar og -vinnsla eru aðalatvinnuvegir eyjaskeggja.Tengingin við ÍslandÍslensk fjölskylda hefur sest að á eyjunni og sér nú um ferjuna, verslun og póstafgreiðslu á staðnum. Eyjarskeggjar höfðu lengi leitað árangurslaust eftir fólki til að taka við ferjurekstrinum og leituðu að lokum til Íslands.Að auki hafa tveir íslenskir smiðir unnið þar í sumar við að gera upp gömul hús. Annar þeirra ætlar að flytja út með fjölskyldu sína en hann á þrjú börn með konu sinni. Þar með er kominn grundvöllur fyrir skólastarfi í eyjunni en útlit var fyrir að skólanum yrði lokað vegna fámennis. Íslendingarnir koma því sem sannkallaðir bjargvættir inn í þetta litla samfélag.


Þessi frétt kom í morgunblaðinu en til að rétt sé rétt þá er það ekki bróðir Kristinar heldur systursonur Hafsteins sem er að fara út..svona taka frétta menn vel eftir hehe

Þau í Myken eru búin að gera mikið grín af þessu;)

Monday, July 12, 2010

Pakka

Jæja loksins byrjuð að pakka!!

Auðvitað er byrjað á því mikilvægasta..Prjónadótinu mínu hehehe

Svo er fullt af dóti í skápnum sem ég hef ekki notað í ár en tími ekki að henda en nú ætla ég að vera sterk og henda öllu. Fáránlegt að láta það taka pláss því að ég tími ekki að henda því og á ekki eftir að nota það minnsta kosti í ár í viðbót..

Við erum með leigusamning til 15 ágúst á næsta ári svo að við komum ekki heim fyrr en þá.

Sunday, July 11, 2010

Maður frá Norður Noregi

Það gisti hjá okkur maður frá Norður Noregi í nótt. Og við spjölluðum aðeins saman. Við töluðum t.d um það að ég væri að fara til Noregs og hann vildi að sjálfsögðu vita hvert og hann varð ekki smá ánægður að vita að ég verð í Helgeland.
Og tjáði mér það að þar væri besta fólkið í Noregi. Það væri opið, glaðvært og kurteist og þar væru en "gömlu" gildin í gangi þar sem börnin hlíða foreldrunum, hehe kanski börnin mín smitist að því haha..
En hann gat ekki lofað fólkið á þessu svæði í Noregi betur.

Ég hlakkar en meira til að fara ef það var þá hægt..Núna eru líka bara 5 dagar þár til Ástin mín kemur heim;)

Thursday, July 8, 2010

Komið á hreint

Guðfinna og Þór fara með Ánra út um mánaðarmótin.
Svo fer ég og Birgitta út einhverntímann eftir 12 ágúst.

Líka komin með leiganda af íbúðinni
Nú er bara beðið eftir niðurstöðum vegna bílalánana hjá lýsingu til að sjá hvernig ég á að losa mig við bílin ásamt lánunum af honum.

Búin að ná að selja eitthvað að dótinu sem ég ætla að selja samt nóg eftir hehe

Alltaf styttist þetta

Fór í dag og gerði vegabréfin fyrir krakkana. gekk ótrúlega vel.

Vorum í allan dag hjá Binnu frænku. Krakkarnir fóru í pottinn og svo komu Allir eða því sem næst í heimsókn, neda voru sjaldséðir hrafnar þar á ferð. Helga frænka og strákarnir. sá hann Joss litla í fyrsta sinn. Hann var á ættamóti í USA seinustu helgi og grenjaði á ALLA en hann hefur ekki en grenjað á nein hér heima á íslandi..Greinilega ekki sama hver er..hehe

En ég er að vinna um helgina, ég lofaði helgu bílinn um helgina með því skilirði að hún tæki Þór og Birgittu með sér á "ættarmótið" Hún tók því. Guðfinna fer með Sigurveigu systir.

ég er ekki en komin með það á hreint hvort að krakkarnir fari með árna út eftir 3 vikur eða ekki.
Vonandi ..ég mundi sakna þeirra en stressið á mér yrði mikið minna hehe.

Eyja mín í Norðri á heimasíðu endilega skoðið www.myken.no

Monday, July 5, 2010

Næsta skref

Millifærslan frá Noregi er loksins komin þannig að ég ælta að greiða og þrífa börnin mín á morgun eða hinn (hljómar eins og þau séu aldrei þrifin eða greidd hehehe) og fara með þau til að gera vegabréfið.

Ætla í leiðinni að ath hvernig það er með stóru stelpuna hvort það sé eitthvað form sem ég þarf að fylla út fyrir tímabundið forræði fyrir manneskjuna sem hún býr hjá. Núna er ég með fullt forræði.

Hún er að fara til Óðinsvéar á laug á þessa fimmleikasýningu. Sá atriðið þeirra í dag rosalega flott.

Sunday, July 4, 2010

Óstaðfestar fréttir

Þegar ég talaði við manninn minn um daginn þá ýaði ég því að honum að þegar hann færi eftur næstu mánðarmót hvort hann gæti ekki tekið þessi 2 í miðjunni með sér (6 og 9 ára). Þau þurfa enga pössun og geta verið að dunda sér þarna út um allt og með þeim.
Hann gaf nú ekkert út á það.

En ég var í veislu áðan þar sem ég frétti það að þau væru að fara með honum og tengdapabba út. Svo að það verða bara ég og litla títla sem förum um miðjan ágúst. Það yrði mjög þægilegt fyrir mig.

eins og ég segi þá eru þetta algerlega óstaðfest, ég á eftir að tala við karlinn til að fá á hreint hvað er rétt í þessu. Þannig að ég ætla ekkert að nefna það við krakkana fyrr en þetta er komið á hreint.

Saturday, July 3, 2010

Himmel blå þættirnir

Himmel blå þættirnir eru með síðu í noregi og á henni er hægt að gera próf hvaða persóna í Himmel blå ert þú líkust.

ég er víst 31.20% falt innenfor denne kategorien af Brynjar hehe og ef ég pæli í því miða við lýsinguna þá er Brynjar örugglega hrútur haha

Du tar ansvar for samfunnet rundt deg, er en igangsetter og elsker prosjekter. Du er god på å starte dem, men ikke like god på å gjennomføre. Du har en sterk vilje, en tendens til å ”vite best selv” og ikke høre altfor mye på råd du måtte få. Du er redd for å dumme deg ut, og har vondt for å innrømme feil. Du er en typisk ledertype, men kan bli tung til sinns hvis du opplever at ting ikke går din vei.

í googel þýðingu fyrir þá sem alls ekki skilja þetta.

Þú tekur ábyrgð á samfélaginu í kringum þig, er hafin og ást verkefnum. Þú ert góður á opinn til að byrja þá, en ekki eins góður á að klára aftur. Þú hefur sterka vilja, tilhneiging að "þekki best sjálf" og ekki hlusta á ráð sem þú þarft til að styðja fá. Þú ert hræddur að vera bjáni sjálfur, og eiga erfitt að hafa rangar fyrir þér. Þú ert dæmigerður leiðtogi gerð, en getur verið þungt á hjarta ef þú kemst að því að hlutirnir fara ekki s vegi þínum. hehe vonandi skilst þetta ég nenni ekki að þýða sjálf nákvæmara


hér er linkurinn á Himmel blå http://www.nrk.no/programmer/tv/himmelbla/1.7083863

Og svo er Himmel blå líka komið á fésið að sjálfsögðu

http://www.facebook.com/pages/NRK-Himmelbla/356524829516?ref=ts&v=wall

6 vikur í brottför

Það var helgar frí hjá mér í vinnuni í dag og nýbúið að vera mánðar mót svo ég fylti bílinn og skelti mér með krakkana í bæinn.
GB var reyndar ekki með þar sem hún var í sumarbústað með mömmu og pabba og litu systir minni og fór með þeim bara beint út í Garð þaðan.
En já við fórum í bæinn og ég byrjaði á því að ná í flutningskassa. rosalega finnst mér þeir eitthvað litlir. Hvernig pakkar fólk stæru hlutum?
ég afhenti líka barnaburðapokann sem ég var að selja, ég hálf sé eftir honum. en hef engin not fyrir hann
En svo skruppum við í kringluna og fengum okkur að borða, ég verslaði mér smá snytivörur sem voru alveg búnar og ég var búin að treina í nokkra mánuði með að kaupa;).
Á leiðinni heim komum við við hjá ömmu minni sem ég hef ekki farið til í nokkra mánuði og ég skamast mín fyrir það. Ég þarf bara að gera mér ferð í þetta því að þegar ég ætla að gera það þegar ég er að gera annað þá er ég annaðhvort orðin uppgefin, krakkarnir pirraðir eða klukkan orðin svo margt. Ég ætla svo að reyna að fara með alla fjölskylduna að minnsta kosti einu sinni en áður en við förum.
Ég varð að leggja mig á leiðinni til baka. ég bara skil þetta ekki ég verð alltaf svo þreytt á leiðinni heim. ég held að Reykjavík sé svona orkuþjófur á mér, eða spennufall eða eitthvað. haha ég ætti þá að hafa nægja orku í Myken haha. ekki eins og maður verði stressaður þar haha.
Endaði svo ferðina á að sækja Guðfinnu til mömmu og pabba. Lentum á kvöldmatartíma og auðvitað sögðust börnin vera svöng og þau hefðu ekki fengið neitt að borða enda lík mömmu sinni haha.
Sjálfsögðu tuðaði pabbi yfir þessu en ég sá á honum að honum fanst þetta ekki leiðinlegt. Hann er ekki alltof sáttur yrir því að ég sé að fara út en ég held það sé bara að hann vill hafa okkur í kring.
Komum heim og ég steinsofnaði í sófanum eftir að ég var búin að fá með Blá litla áf í rúmið..
Svo eftir helgi verð ég að fara og láta gera vegabréfin.

Thursday, July 1, 2010

Í fréttum í Noregi

Þar sem eyjabúar eru nú ekki margir þá varð það frétta efni að það væru svona margir íslendingar þarna.
Og það var tekið viðtal við mannin minn. Á þessari síðu sem linkurinn er á er líka aðrir linkar á fréttir sem eru frá Myken



http://www.nrk.no/nyheter/distrikt/nordland/1.7184116

Auðvitað fannst mér kallinn voða sætur í viðtalinu og sérstaklega í íslensku lopapeisunni sem ég prónaði á hann ;)

Myken og við

Ég er 4 barna mamma sem er að flytja til Noregs eins og margir íslendingar.
Maðurinn minn og tengdapabbi eru í Noregi og með vinnu sem er mög gott mál.

En svo ég byri á byrjuninni. Hvernig þetta kom til og hvert við erum að fara.

Seinasta vetur varð maðurinn minn atvinnulaus eins og margir í byggingar iðnaðinum, honum bauðst mögleiki á Færeyjum en vildi alls ekki fara þangað, honum leið ekki vel þar seinast og var ekki sáttur við kjörin sem væru mögulega í boði. ég bauðst til að koma með en hann vildi það alls ekki, sem var eins gott því að ég gerði það með hálfum hug. Vildi halda börnunum mínum í skólunum sem þau voru í hér sem ég er og var mjög sátt við.

Eftir að hann var búin að vera atvinnulaus í nokkra mánuði og var farin að gera mig gráhærða, þá voru hann og pabbi hans að velta Noregi fyrir sér, mér leist vel á allt bara til að koma honum út af heimilinu ;)ég var að verða brjáluð enda von að maðurin væri annað hvort að vinna í burtu 10 daga eða lengur og nokkra daga heim og ef hann var að vinna nær þá fór hann út fyrir 8 og kom ekki heim fyrr en fyrstalagi eftir 8 á kvöldin. Í mars kom svo í ljós góður möguleiki í Noregi frændi hans sem var komin þangað var að ath málin fyrir þá.

Rétt fyrir páska fenguð við góðu fréttirnar hann var komin með vinnu og átti að byrja eftir páska. yess ;)Mér létti stórlega enda var orðið erfitt fyrir mig að hafa þessa elsku heima alla daga allan dagin og svo er það líka dýrara hehe.

Í enda Apríl fór hann út, eftir viku var ég farin að sakna hans haha gott á mig. en eina sem ég vissi var að hann væri á eyju fyrir utan Noreg og eitthvað um Bodö. Svo mín prufaði að goggla og fann þessa síðu. ég drakk hann í mig.. skoðaði alla linka blogg og allt sem ég sá á þessari síðu og rúmlega það næstu 5 vikunar.

Ég var orðin ástfangin af eyjunni. Aldrei hefði ég trúað því að einhver staður í heiminum annar en ísland mundi heilla mig og sem ég gæti hugsað sem HEIMA. Ég er svo mikil íslendingur að það er vandræðarlegt hehe og stolt af því hehe.

En nú var hann að koma heim og hjólin í hausnum á mér voru löngu farin að snúast og ég upptekin í dagdraumum um hvernig það er að búa þarna. Las heimasíðu fjölskyldunar sem bjó þarna seinasta vetur Og sendi þeim vinarbeðni á Fésinu. Ég spurði þau hvernig væri að vera með börn þarna og þau sögðu bæði að það væri bara æðislegt þó þau væru einu börnin á eyjunni þá leiddist þeim aldrei. Ég sendi líka manninum sem sér um heima síðuna email og spurði hverjir möguleikarnir fyrir okkur væru ef ég vildi koma út með krakkana. Honum leist mjög vel á. eini gallinn var að það var ekki gert ráð fyrir kennslu næsta vetur en Noregi er skilt að veita kennslu svo hann sá það ekki sem vandamál.

Svo kom kallinn heim ég gat nú ekki demt þessu á hann bara sí svona haha en þessi vika sem hann var heima ýjaði ég bara vel að því að ég væri alveg til að koma út til hans og búa þarna.. gerði meirað segja lista yfir kosti og galla..

Ég nefndi þetta við ættinga eins og mömmu og hún varð svo æst að hún var búin að flytja mig út áður en ég vissi af og komin í heimsókn næsta sumar haha

Maðurinn minn hoppaði ekki á hugmyndina 1, 2 og 10 enda mun jarðbudnari en ég. En hann harðneitaði ekki eins og þegar ég talaði um Færeyjar. 1-2 vikum eftir að hann var komin út sagði hann að ég gæti farið að sækja um vegabréf fyrir krakkana.

Hólin voru farin að snúast. ég var að deyja úr tillökun. Það var ath með möguleika á húsnæði og fundið nokkrir möguleikar og á endaum vorum við komin með lítið og kósi hús ég fékk sendar myndir innan úr því og gat skoðað það að utan það heitir Helgestua og er yfir 130 ára gamat. já það væri kanski þröngt en það skipti mig ekki máli ég fékk að láta drauminn rætast.

Fjölskyldan sem var með vefsíðuna fannst þetta allt of lítið fyrir okkur svo að frúin auglýsti eftir stærra húsnæði og í gær fékk ég þær frettir frá manninum mínum að við værum komin með stærra húsnæði. Og það heitir Fredly

Ég undirskrifaði pappíra sem þurfti að senda sambandi við flutning og skólagöngu krakkana. Allt var komið á skrið. Krakkarnir búnir að fá að vita að við værum að fara. Aður en ég sendi pappírana sagði elsta dóttir mín mér að hún vildi ekki fara og ég skildi hana mjög vel. Að vera eini unglingurinn var ekki spennandi. Hún var að fara í 10 bekk og spenandi ár framundan. ég var ekki búin að ræða það sérstajkelga við nein en margir buðu henni að vera en á endanum var ákveðið að hún yrði hjá vinkonu sinni og ætleiddu ömmunni okkar. Þær verða 2 einar og hún verður með sérherbergi hjá henni. Og ég veit að hún mun hafa það mjög gott hjá þessari yndislegu konu og getur haldið áfram í gamla skólanum sínum með krökkunum sem hafa verið með henni í bekk síðan hún var 6 ára. Hinn 2 eru að fara ó 1 og 4 bekk svo ég hef ekki eins miklar áhyggur af þeim. Svo er ég með litla títlu sem verðu 3 ára áður en við förum. Það verður líklega önnur þar á sama aldri svo hún hefur félagsskap.

Ég lét þau í vinnunni vita. Og ég verð laus 12 ágúst þar sem ég er bara í sumarafleysingum. Núna er allt komið á fullt á morgun fer ég til að kaupa flutningskass. Við tökum ekki mikið út ca 2 bretti. rest fer í geymslu.

eins og er stefnum við á 1 ár í Norgegi. En svo sjáum við bara til hvort við komum aftur til íslands, verðum þarna annað ár eða gerum eitthvað ALLT annað.

Þetta verður bara ævintýri sem ég hef hugsað mér að njóta út í ystu æsar. Það er ekki oft sem maður fær svona upp í hendurnar sitt eigið Himmel blå.

Vegna fjöls áskorana hef ég opnað þetta blogg sem ég hef hugsað mér til að nota til að blogga næta árið jafvel þó ekkert sé að gerast á Myken.