Thursday, September 9, 2010

Olbogaskeljar..


Þær eru losta æti nú á ég bara eftir að hugsa um mat í hvert sinn sem ég sé þær. En það góða er að ég get farið niður í fjöru og sótt mér..nammi..

Krakkarnir fóru með Gró í ferð út í sker hér við hliðina og mér og Birgittu var boðið með. Þetta var bara æði og verst hvað mér gegnur illa að setja inn myndir.

Veðrið hér er bara æði í dag..logn og glampandi sól. Ég helst ekki úti vegna þess. Við tíndum skeljar og kuðunga og kveiktum bál þar sem við elduðum þetta fyrst stímuðum við til að láta þá losa sig úr skelinni og svo elduðum við þá í smjöri og hvítlauk..Nammi..Voru með brauð deig sem við settum á grein og grilluðum. Ég tók líka smá deig og setti á pönnuna í afgangin af smjörinnu þegar við vorum búin með skelvöðvana og steikti smá brauð sem var líka mjög gott..
Svo var eftir rettur bakaðu rí álpappír, brauð,epli og súkkulaði Nammi..

Bókað mál eitthvað sem ég á eftir að tína mér sjálf og elda fyrir mig hér heima..þetta er bara gott..Svo var buslað aðeins í sjónum ..krakkarnir strípuðu bara..æðislegt að sjá hvað krakkar geta verið frjálsir þegar þeim er leift það..

Wednesday, September 8, 2010

bakabakabaka






Ég er hér lyggur við að baka upp á hvern einasta dag. Í gær bakaði ég 2 fransbrauð er búin að finna góða uppskrift og einfalda..hún dugar í 2 brauð. Svo bakaði ég líka fyltar brauðbollaru. Notaði afgangin af kjúkling og hrísgrjónum ásamt kjúlla sósunni..Ég og árni smökkuðum í gærkveldi og þetta var bara nokkuð gott..Ætla að taka með mér í Lunch í dag restina..










Það var æðislegt veður hér í gær og í fyrra dag..Og í morgun þegar ég vaknaði var veðrið svona.







Ekki amalegt það .







Ég tók líka nokkrar myndir af Birgittu og Kristínu í gær á leið í búðina.




Alveg uppgefnar eftir annar saman dag




Tuesday, September 7, 2010

Viðurkenningarskjöl

Krakkarnir skemmtu sér vel í gær á Rödö. Þór kynntist 2 strákum og þau fengu bæði viðurkenningarskjal fyrir að taka þátt. Guðfinna var meira að spjalla við kisuna. Hefði frekar trúað að það yrði frekar á hinn veginn. Þau voru sæmt bæði sæl og glöð með ferðina.

Ég og Birgitta höfðum það rólegt á meðan. Bökuðum brauð og röltum í búðina. Það var engin hádegismatur í skólanum enda engin þar. En ég eldaði eitthvað fyrir pungana hér heima.

Svo var ég með kjúla og hrísgrjón í kvöldmatinn. Hafsteinn var hér alveg að tilviljun og við buðum honum í mat...Allir sælir og glaðir eftir kvöldmatinn.

Þór sofnaði alveg uppgefin kl 9 um kvöldið Guðfinna klukkutíma seinna en ég hélt að Birgitta ætlaði aldrei að sofna enda tók hún sér lúr um 5:30 í gær hehe En hún var fyrst á fætur.

ég er búin að finna leið til að setja myndir inn án þess að downloda þeim svo nú fara að koma inn myndir...yess

Monday, September 6, 2010

Smá myndir frá Myken

Eina gatan í Myken, svolítið meira eins og göngu stígur







Sólarlag í Myken. útsíni úr stofuglugganum mínum

Saturday, September 4, 2010

Laugardagskaffi

Þá er komin laugardagur og þá er kökur með kaffinu í búðinni. Konurnar hér sjá um að gera það til skiptis. Ég sé um það í dag og ætla að koma með hjónabandsælu 3 stk til að vera viss um að það sé nóg..

3 kökur rétt dugðu það var slatta af fólki í ´butikeni í dag. Það safnaðist rúmlega 600 norksar kr fyrir Myken í dag í kaffinu..Þetta er einskonar velferðasjóður fyrir eyjuna sem er safnað í.

Friday, September 3, 2010

Pizzu partý

Vorum með partý hér í gær. Ég ákvað að hafa pizzu og Sara fékk veður af því og vildi endilega taka þátt sem var ekkert mál. Svo var maður sem er í heimsókn hér á eyjunni í nokkra daga sem við buðum með líka.
Þau hældu pizzuni í hástert, og við eyddum kvöldinu að borða pizzu, ís og spila og sína galdra. Spjala um túngumál og hvað er líkt með þeim. Enda var fólk frá 3 löndum hérna. Svo fóru krakkarnir þeigandi og hlóðalaust í rúmið. Og hann Arne fór í rúmið á Odinsplasse (var í tjaldi fyrrinótina og þar í gær. Ég og sara sátum hér að skoða netið og drekka eplasider fram á nótt og spjalla.
Fengum skilaboð frá Gestinum okkar.
stig frá Norsku dómnefndinni.
íslendingar 12 stig
sænska fiskikonan 12 stig
íslenska pizzan 12 stig
Myken 12 stig
íbúar myken 12 stig..
Gaman að hann hafði svona gaman að því að vera hér og að við gátum gert ferðina hans svona ánægjulega. Nú segir hann vinum sínum frá og þeir sínum sem þýðir kannski fleiri gestir til Myken sem er mjög gott mál.
En við áttum öll mjög ánægjulegt kvöld..