Sunday, January 16, 2011

Kósí

Hvað getur verið meira kósi en sitja inni í hlýjunni og hafa það gott með fjölskyldunni..baka brauð og kökur..meðan að vindurinn gnauðar úti og það snjóar ;) Bara yndislegt

Saturday, January 15, 2011

Önnur vika janúar er búin

Rosalega er tímin fljótur að líða.Verða komin Jól aftur áður en maður veit.
Það er búið að vera nánast vinna hjá mér upp á hvern dag alla vikuna síðan að sjómennirnir komu úr jólafríi. Þó í fríi í dag.

Ég og Hafsteinn erum mætt kl 5 á morgnana alla virka daga en seina um helgar til að pakka en þessir 100-140 kassar sem við höfum haft taka ekki nema 2-3 tíma. Þá skelli ég mér heim til að taka á móti stelpuni og vera viss um að krakkarnir séu farnir í skólan ;)

Í gærkveldi (fös) bauð Sara sænska okkur í mat. þ.e.s öllum íslendingunum. Og maturinn var hér heima hjá mér. hún ætlaði bara að hafa ýsu og kannski smá grænmeti. En ég var á því að 2 ýsur og smá grænmeti væri ekki alveg nóg fyrir 7 fullorðna. þannig að ég sauð smá jarðepli sem ég átti hér. tengdó lét mig fá hrogn sem varð að sjóða fljótlega og svo skellti ég 2 pokum af frosnu grænmeti með líka (750-1000 gr). Sara hafði bætt við 1-2 ýsu í viðbót til að vera viss um að vera með nóg. Þannig við vorum með nægan mat.
Og rosalega var þetta gott..Hún steikti ýsuna létt á pönnu og setti svo í form..svissaði lauk og skellti yfir áasamt kryddi og setti þetta svo inn í ofn ..hitt var gufusoðið ss. kartöflunaar og grænmetið og svo hrognin skellt í vatn..það var ca fiskur eftir fyrir 1-2 og eitt hrogn.

Í kvöld er okkur svo er okkur svo boðið í mat til Hafsteinns og Kristinar til að smakka Lýsing og lýsu. Hann er víst ekki veiddur við Ísland. verður spenandi að smakka hann.

annars hefur allt verið rólegt. Björn fór í vikuni til að fara til dóttir sinnar en lenti á sjúkrahúsi yfir nótt á leiðinni en kallir verður fljótt hress..

Komum heim um 9 leitið úr matnum..NAMMI maturinn var bara æði, með besta fisk sem ég ef smakkað..Við vorum 7 fullorðin (öll þau sömu og í fyrakvöld) Krakkarnir fengu pyslu og voru sátt við það ;) Ætla að reyna að hafa þessa blessuðu föstudagpizzu sunnudagskveld..MMM tak fyrir mig Hafstein og Kristín...

Monday, January 10, 2011

heimsókn á laugardaginn

seinasta laugardag fenguð við heimsókn..Það stóð kötur fyrir utan svaladyrnar. Það var hann Kompis..Hann lék sig voða lega aumingjalega og vældi..Auðvitað hleypti ég honum inn..Hann byrjaði að mala um leið og hann kom inn í hlýjuna...Við gáfum honum vatn sem honum leit ekki allt of vel á svo ég skipti því út fyrir mjólk..svo fékk han kjúkling og hrísgrjón sem hann át með bestu list..Ég lét Björn vita hvar hann var þar sem hann er að sjá um að gefa honum að borða og svoleiðis..Hann kom og sótti hann sema kvölds..Kompis lág í sófanum og leifði krökkunum góðfúslega að klappa sér og malaði eins og gamal ísskápur..Þetta kynti en meira undir suðið um að fá kisu ;)..Fyrr um dagin sá ég hann vælandi upp í rafmagnstaur..hefði viljað vera með myndavél þá;) En hann fór héðan saddur og glaður..

Ég var að mæla Myken áðan á korti..ss eyjuna þar sem húsin standa á..hún er heilir 2 km á lengd 0,4 km á breydd þar sem hún er breiðust þannig að hún er hámark 0,8 ferkilometrar að stærð ...ekki stórt það hehe Gleymdi að ath hvað hún er há þar sem hún er hæðst..geri það bara á morgun..

Friday, January 7, 2011

Myken nytt

Myken nytt fyrir desember er komið út og var mjög gaman að lesa þar..Frétta af hvernig gekk á eyjunni í desember

Thursday, January 6, 2011

Þrettándinn

Já nú er jólahátíðin og áramótin formlega búin.
Þó það sé með trega þá er ég óskaplega fegin. Var orðin frekar þreytt..tekur á að vera með krakkana heima og svo fer öll rútina úr skorðum..fólk að vaka lengur og sofalegnur..Svolítið slítandi ;)

Ég kom heim í gærkveldi frá því að fylgja Máney á flugvöllinn...Var ekki alveg tilbúin að láta hana fara eina. Birgitta fékk að koma með okkur. Það er það eina leiðinlega við að jólin eru búin Máney varð að fara heim.

Það var komin fiskur í vinuna þegar ég kom heim og ég var mætt þangað kl 5:30 í morgun og kom heim um 7:30. Svo auðvitað skólamaturinn í hádeginu ( eini máltíð minna sem ég þarf að sjá um ;) ).

Konan hans Kato og sonur komu með honum til Myken núna 3 jan og allir "gestirnir" sem voru hér á Myken um jólin eru farnir held ég og fólkið sem býr hér og fór burt um jólin er að tínast til baka.

Saturday, January 1, 2011

Myndir 2010





1 dagur janúar

Góðan dag á nýju ári!

Vonandi höfðu allir það sem best. Ég ætlaði að skella inn yfirlit mynda fyrir árið 2010 en það vill ekki koma inn svo það verður að bíða betri tíma.Við höfðum það gott um áramótin..höfðum það bara rólegt hér heima við að borða og spila og svo um miðnætti var farið upp að minnismerkinu og skotið smá upp..Náttúru lega ekki eins mikið og við ísl eru vanir hehe enda bjuggum við á aðeins stæri stað á ísl ;)..Svo óskuðum við hvort öðru gleðilegs nýs árs og þökkuðum það gamla..Við vorum komin heim um 12:30 og þá var enn 30 mín í áramótin á fróni ;)..

Hringdi svo í mömmu eftir að ísl nýárið var komið til að óska henni til hamingju með dagin Þar sem hún varð 55 í dag..

Ég og BLÁ vorum vaknaðar snema ásamt GB og ég byrjaði dagin á því að standa við áramóta heitið mitt og skelti mér á æfingar vélina og svo jóka strax á eftir.. Svo var staðið við annað áramóta heit áður en ég fór að sofa og eldhúsvaskurinn var skínandi ´hreinn..