Monday, February 14, 2011

og tímin líður

Jæja tímin líður og ævintýrin gerast..
Ég fór til Vågaholmen í dagsferð um dagin..Varð að komast í bankan , tala við NAV og skila inn skattkortinu og versla smá og Mánudagar henta best til þess þar sem það eru auka ferðir... út kl tæplega 11 og til baka frá Våga kl 16..Það vildi nú ekki betur til en að ég varð að gista yfir nótt í Tonnes..væsti svo sem ekki um mig þar..

Ákvað að gera bara gott úr fáránlega ástandi og leit á þetta sem húsmæðra orlof..Engin lítil stúlka að vekja mig 30 mín áður en klukkan hringir og svaf til hádegis.. ;)

Árni er byrjaður á sjónum með smíðunum. Verður í því næstu 3 mánuði..

Seinasta föstudag var ég afleysingarkennari í skólanum hjá krökkunum og auðvitað var ísl tekin fyrir sem aðalfag..notaði tíman til að láta þau skrifa bréf á ísl..

Birgittu hefur farið fram í norsku. Líklega vegna þess að hún er yfirleit með krökkunum í skólanum eftir hádegi og svo hefur hún verið 2 morgna það sem af er ári..Og ég sé bara mun á norskuni hennar á milli vikna..stór stökk..

Pæla að muna að hringja í leikskólann svo ég geti farið með hana næstu mánudaga í leikskólann til að hita krakka á sínu reki..

ég hafði Pizzu í hádegismatin á föstudagin og var vel borðað af henni..Tengda mamma er í heimsókn og verður alla þessa viku...Verður gott fyrir krakkana að hafa ömmu sína aðeins líka..Hún og tengdapabbi og Gummi voru í mat í gær..

um dagin bauð ég Cato(kennaranum) og fjölskyldu í mat og höfðum við pizzu..Vorum með ostafylta kanta...Nammmmmi..

Johann sonur hans átti afmæli í gær. Veisla í dag..orðin 8 ára strákurinn..Birgitta voðalega skotin í honum og tuskast með hann fram og til baka og hann leifir henni það hahaha..Hún er efnileg..Cato var að reyna að gera svamtertubotna í gær en mistókust..kanski ég skelli í eina..

Svo verður litli prinsin minn 7 eftir 3 vikur..

No comments:

Post a Comment