Tuesday, December 28, 2010

milli jóla og nýárs

Við erum búin að hafa það mjög gott um jólin.
Þar sem við höfðum ekki hamborgahrygg þá skiptum við honum bara út fyrr hangikjöt en með öllu meðlæti eins og hamborgahrygg. Koma bara merkilega vel út.

Hér vöru allir mjög ánægðir með jólagjafirnar..Og hoftar en ekki heyrðist þá aðalega frá Guðfinnu Birna..Þetta er alveg eins og mig dreymdi..haha Ætli hún sé skyggn ;)

Í gær 27/12 var okkur boðið í kaffi til Láritz og Hönnu dóttir hans..Það var yndislegt..Svo í gærkveldi komu Jan og co..
Krakkarnir fóru seint að sofa eins og alla hina dagana ..við erum algerlega búin að snúa sólahringnum við.

Ég er svo ekkert búin að gera í dag nema hringjas í Jan og bjóða þeim í mat 30 des. Ætla að hafa hangikét og standardin með ..súpa í forrétt og skyr eftirréttur..Ekki búið að ákveða hvort það verður hér eða í skólanum..
Sama dag eigum við Árni 10 ára brúðkaupsafmæli ;)

Í dag 28 des á litla systir mín afæli fyllir nú 31 ár..vildi bara koma því líka að hahaha

Annars er ég líka að deyja úr jólaleti..en vonandi fer það ekki svo illa ;)

No comments:

Post a Comment