Thursday, July 29, 2010

Kurt á hótelinu í Bodö

Var svoldið fyndið þegar ég pantaði herbergin þá spurði hann Kurt(gaurinn sem tók við pöntunninni) mig að því hvort ég væri bara að túrhestast. Þegar ég sagði honum að ég væri að taka ferjuna dagin eftir því ég væri að fytja til Myken. Þá kom í ljós að hann þekkir til þarna og börn er vinur hans..Hann fer sjálfur reglulega til Myken.
Hann sagði líka að ég yrði ekki svikin af því að vera þarna ;)

Wednesday, July 28, 2010

Á mánudagin..

alltaf styttist þetta..árni og krakkarnir fara eftir nokkra daga (mánudagin næsta).
Birgitta verður 3ja ára á föstudagin. Langar að halda smá boð fyrir hana. Ætli það verði ekki pizzu ferð eða álíka.

Björn sendi mér póst, það er ekki komið 100% með kennaramálin en ég þarf ekki að hafa eninar áhyggjur..sá sem sér um þetta í komunini er í frí en kemur 9/8 ´10 aftur og þá verður farið að auglýsa..Þótt honum Birni finnist Þeir hafa haft skít nógan tíma þar sem ég sendi þeim email að við værum að koma..Þeior bara trúðu mér ekki alveg það var málið hehe.. En það er allt að bresta á.

Ég er búin að kaupa miða fyrir mig og Birgittu. En þar sem miðinn er verslaður á pungta þá get ég ekki farið hvenær sem er..en ég fékk far 19 ágúst..Svo við mægunar getur dútlað okkur alveg í heila viku 2 einar áður en við förum..njóta þess að fara í sund og svona áður en við förum. Ef ég hefði vilja panta miða og borga hann alveg sjálf þá hefði verið ódýrast 25 ágúst..fannst það vera aðeins of langt þar til..

Máney er búin að vera með vinkonu sína hjá sér og svo eru þær að fara sama með fjölskyldu hennar Gunnhildar. svo kemur hún heim sun mán næsta og fer beint vestur..Þetta barn er aldrei heima hehe

Monday, July 26, 2010

Kennaramál

Jæja tengdapabbi var hér áðan og mér skilst að kennaramálin eru komin á hreint svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því;)

Ég er að verða búin að pakka öllu sem á að fara með. Held það sé bara leikföngin hjá krökkunum eftir. og einhver útiföt..svo er bara að pakka restinni niður..

Saturday, July 24, 2010

í fréttum

Jæja en kemur Myken í fréttirnar

http://www.hblad.no/kommentarkatalog/article374460.ece

Það eru til fleyrri linkar..þar sem er t.d minnst á flutningin okkar til Myken og svo var Hafstein frændi Árna í Mogganum um dagin. Hann sér um verslunnina á svæðinu

Friday, July 23, 2010

Tíminn flýgur

Núna er bara vika í það að Árni og krakkarnir fara út. Allir orðnir voðalega spentir..
Það gegnur fínt að pakka er að verða búin að pakka öllu sem verður tekið með sér...

Ég á að vera á dagvakt þegar þau fara 2 ágúst en fékk þann sem er að vaktinni með mér til að skipta við mig svo ég verð á næturvakt og get þá keyrt þau uppeftir.

Birgita á líka afmæli á föstudagin næsta. Kannski maður reyni að hafa smá boð fyrir hana..Fara með alla bara á Lnagbest eða álíka..Máney vill gera sameiginlegt fjölskyldu afmæli fyrir þær 2. Kannski það sé bara ekkert vitlaus hugmynd.

Brettin verða vonandi tilbúin strax eftir helgi svo við geturm sent þau af stað.

Ég trúi því ekki að meiri hlutin af árinu sé liðin. Það verða jól áður en maður veit af.

Monday, July 19, 2010

Enn styttist þetta

Jæja Árni komin heim. Mikið er gott að hafa hann.

Vegabréfin fyrir krakkana komin í hús.

Hann, Guðfinna Birna og Þór Nikolai og tengdapabbi fljúga til Bodö 2 águst. Gista þar eina nótt og taka svo ferjuna dagin eftir.

Ég ætla að klára að pakka því sem þarf að fara með í þessari viku. Þannig eð brettin geta farið af stað stax eftir helgi og verða þá líklega komin um svipað leiti og ég hehe.

Ég og Birgitta Líf fljúgum svo út til Bodö 17-18 ágúst..það er rétt svo mánuður. ég er orðin voðalega spennt

Friday, July 16, 2010

Smá skemtileg tölfræði

Þegar við erum komin út þá verða 42% eyjabúa íslendinga.

21% rauðhærðir og 50% íslendingana

Ættli það sé nokkurstaar í heiminum þar sem er jafnmikið hlutfall af rauðhærðum eða Nýbúum ;)

Tuesday, July 13, 2010

Leigja út

Nú er það komið á hreint vinkona mín ætlar að leigja íbúðina. Ætli við gerum ekki árs leigusamning. Kosturinn við það er að við getum ef við viljum notað eitt herbergið til að geyma dótið sem við tökum ekki með okkur. Það er bara hún og 9 ára sonur hennar og kettirnir í allri íbúðinni..

Nú er bara að gera leigusamning..

Íslendingum fjölgar hratt á litlu norsku eyjunni Myken

Þegar Hafsteinn Ásgeirsson kom fyrst til eyjunnar Myken við Norður-Noreg í fyrrahaust óraði hann ekki fyrir því að tæpu ári síðar yrði hann sestur þar að ásamt Kristínu Árnadóttur eiginkonu sinni. Nú sjá þau um nær alla flutninga til og frá þessari litlu eyju, og taka brátt við verslun og póstafgreiðslu.Hafsteinn þekkir ágætlega til í Noregi en börn hans tvö eru bæði búsett norður af Tromsö og sjálfur vann hann við farmflutninga við Noregsstrendur árið 2008.„Ég sá umfjöllun í Morgunblaðinu þar sem óskað var eftir fólki sem hefði áhuga á því að taka við ferjunni hér við Myken-eyju. Þar sem við hjónin vorum á leiðinni til Noregs í ferðalag ákváðum við að kynna okkur aðstæður,“ segir Hafsteinn sem heillaðist strax af rólegu og vinalegu yfirbragði eyjunnar. „Þrátt fyrir suðvestan rok og leiðindaveður leist mér vel á staðinn í þessari fyrstu heimsókn. Eyjarskeggjar tóku okkur hjónum opnum örmum sem leiddi til þess að ég tók að mér að finna Íslendinga til að vinna á eyjunni,“ segir Hafsteinn. Engir Norðmenn höfðu fengist til að taka við ferjurekstrinum og úr varð að Hafsteinn tók hann að sér. Fyrirfram hafði hann þó engan sérstakan hug á því að setjast þarna að enda í góðu starfi. En tengslin við eyjuna voru komin til að vera og eitt leiddi af öðru.„Ferjustarfið eitt og sér var ekki nægileg ástæða til að flytja út en þegar við sáum að verslunarreksturinn var laus var kominn grundvöllur fyrir því að setjast að á Myken.“Bróðir Kristínar áformar nú að flytja til Myken með fjölskyldu sinni.Spurt & svaraðHvar er Myken? Myken er lítil eyja við Norður-Noreg. Eyjan liggur rétt 25 kílómetrum neðan við heimskautsbaug. Rúmlega 20 manns hafa þar fasta búsetu og þar af eru átta Íslendingar. Á sumrin fer íbúatala þó vel yfir 160 manns þar sem margir hafa afdrep á Myken á sumrin. Fiskveiðar og -vinnsla eru aðalatvinnuvegir eyjaskeggja.Tengingin við ÍslandÍslensk fjölskylda hefur sest að á eyjunni og sér nú um ferjuna, verslun og póstafgreiðslu á staðnum. Eyjarskeggjar höfðu lengi leitað árangurslaust eftir fólki til að taka við ferjurekstrinum og leituðu að lokum til Íslands.Að auki hafa tveir íslenskir smiðir unnið þar í sumar við að gera upp gömul hús. Annar þeirra ætlar að flytja út með fjölskyldu sína en hann á þrjú börn með konu sinni. Þar með er kominn grundvöllur fyrir skólastarfi í eyjunni en útlit var fyrir að skólanum yrði lokað vegna fámennis. Íslendingarnir koma því sem sannkallaðir bjargvættir inn í þetta litla samfélag.


Þessi frétt kom í morgunblaðinu en til að rétt sé rétt þá er það ekki bróðir Kristinar heldur systursonur Hafsteins sem er að fara út..svona taka frétta menn vel eftir hehe

Þau í Myken eru búin að gera mikið grín af þessu;)

Monday, July 12, 2010

Pakka

Jæja loksins byrjuð að pakka!!

Auðvitað er byrjað á því mikilvægasta..Prjónadótinu mínu hehehe

Svo er fullt af dóti í skápnum sem ég hef ekki notað í ár en tími ekki að henda en nú ætla ég að vera sterk og henda öllu. Fáránlegt að láta það taka pláss því að ég tími ekki að henda því og á ekki eftir að nota það minnsta kosti í ár í viðbót..

Við erum með leigusamning til 15 ágúst á næsta ári svo að við komum ekki heim fyrr en þá.

Sunday, July 11, 2010

Maður frá Norður Noregi

Það gisti hjá okkur maður frá Norður Noregi í nótt. Og við spjölluðum aðeins saman. Við töluðum t.d um það að ég væri að fara til Noregs og hann vildi að sjálfsögðu vita hvert og hann varð ekki smá ánægður að vita að ég verð í Helgeland.
Og tjáði mér það að þar væri besta fólkið í Noregi. Það væri opið, glaðvært og kurteist og þar væru en "gömlu" gildin í gangi þar sem börnin hlíða foreldrunum, hehe kanski börnin mín smitist að því haha..
En hann gat ekki lofað fólkið á þessu svæði í Noregi betur.

Ég hlakkar en meira til að fara ef það var þá hægt..Núna eru líka bara 5 dagar þár til Ástin mín kemur heim;)

Thursday, July 8, 2010

Komið á hreint

Guðfinna og Þór fara með Ánra út um mánaðarmótin.
Svo fer ég og Birgitta út einhverntímann eftir 12 ágúst.

Líka komin með leiganda af íbúðinni
Nú er bara beðið eftir niðurstöðum vegna bílalánana hjá lýsingu til að sjá hvernig ég á að losa mig við bílin ásamt lánunum af honum.

Búin að ná að selja eitthvað að dótinu sem ég ætla að selja samt nóg eftir hehe

Alltaf styttist þetta

Fór í dag og gerði vegabréfin fyrir krakkana. gekk ótrúlega vel.

Vorum í allan dag hjá Binnu frænku. Krakkarnir fóru í pottinn og svo komu Allir eða því sem næst í heimsókn, neda voru sjaldséðir hrafnar þar á ferð. Helga frænka og strákarnir. sá hann Joss litla í fyrsta sinn. Hann var á ættamóti í USA seinustu helgi og grenjaði á ALLA en hann hefur ekki en grenjað á nein hér heima á íslandi..Greinilega ekki sama hver er..hehe

En ég er að vinna um helgina, ég lofaði helgu bílinn um helgina með því skilirði að hún tæki Þór og Birgittu með sér á "ættarmótið" Hún tók því. Guðfinna fer með Sigurveigu systir.

ég er ekki en komin með það á hreint hvort að krakkarnir fari með árna út eftir 3 vikur eða ekki.
Vonandi ..ég mundi sakna þeirra en stressið á mér yrði mikið minna hehe.

Eyja mín í Norðri á heimasíðu endilega skoðið www.myken.no

Monday, July 5, 2010

Næsta skref

Millifærslan frá Noregi er loksins komin þannig að ég ælta að greiða og þrífa börnin mín á morgun eða hinn (hljómar eins og þau séu aldrei þrifin eða greidd hehehe) og fara með þau til að gera vegabréfið.

Ætla í leiðinni að ath hvernig það er með stóru stelpuna hvort það sé eitthvað form sem ég þarf að fylla út fyrir tímabundið forræði fyrir manneskjuna sem hún býr hjá. Núna er ég með fullt forræði.

Hún er að fara til Óðinsvéar á laug á þessa fimmleikasýningu. Sá atriðið þeirra í dag rosalega flott.

Sunday, July 4, 2010

Óstaðfestar fréttir

Þegar ég talaði við manninn minn um daginn þá ýaði ég því að honum að þegar hann færi eftur næstu mánðarmót hvort hann gæti ekki tekið þessi 2 í miðjunni með sér (6 og 9 ára). Þau þurfa enga pössun og geta verið að dunda sér þarna út um allt og með þeim.
Hann gaf nú ekkert út á það.

En ég var í veislu áðan þar sem ég frétti það að þau væru að fara með honum og tengdapabba út. Svo að það verða bara ég og litla títla sem förum um miðjan ágúst. Það yrði mjög þægilegt fyrir mig.

eins og ég segi þá eru þetta algerlega óstaðfest, ég á eftir að tala við karlinn til að fá á hreint hvað er rétt í þessu. Þannig að ég ætla ekkert að nefna það við krakkana fyrr en þetta er komið á hreint.

Saturday, July 3, 2010

Himmel blå þættirnir

Himmel blå þættirnir eru með síðu í noregi og á henni er hægt að gera próf hvaða persóna í Himmel blå ert þú líkust.

ég er víst 31.20% falt innenfor denne kategorien af Brynjar hehe og ef ég pæli í því miða við lýsinguna þá er Brynjar örugglega hrútur haha

Du tar ansvar for samfunnet rundt deg, er en igangsetter og elsker prosjekter. Du er god på å starte dem, men ikke like god på å gjennomføre. Du har en sterk vilje, en tendens til å ”vite best selv” og ikke høre altfor mye på råd du måtte få. Du er redd for å dumme deg ut, og har vondt for å innrømme feil. Du er en typisk ledertype, men kan bli tung til sinns hvis du opplever at ting ikke går din vei.

í googel þýðingu fyrir þá sem alls ekki skilja þetta.

Þú tekur ábyrgð á samfélaginu í kringum þig, er hafin og ást verkefnum. Þú ert góður á opinn til að byrja þá, en ekki eins góður á að klára aftur. Þú hefur sterka vilja, tilhneiging að "þekki best sjálf" og ekki hlusta á ráð sem þú þarft til að styðja fá. Þú ert hræddur að vera bjáni sjálfur, og eiga erfitt að hafa rangar fyrir þér. Þú ert dæmigerður leiðtogi gerð, en getur verið þungt á hjarta ef þú kemst að því að hlutirnir fara ekki s vegi þínum. hehe vonandi skilst þetta ég nenni ekki að þýða sjálf nákvæmara


hér er linkurinn á Himmel blå http://www.nrk.no/programmer/tv/himmelbla/1.7083863

Og svo er Himmel blå líka komið á fésið að sjálfsögðu

http://www.facebook.com/pages/NRK-Himmelbla/356524829516?ref=ts&v=wall

6 vikur í brottför

Það var helgar frí hjá mér í vinnuni í dag og nýbúið að vera mánðar mót svo ég fylti bílinn og skelti mér með krakkana í bæinn.
GB var reyndar ekki með þar sem hún var í sumarbústað með mömmu og pabba og litu systir minni og fór með þeim bara beint út í Garð þaðan.
En já við fórum í bæinn og ég byrjaði á því að ná í flutningskassa. rosalega finnst mér þeir eitthvað litlir. Hvernig pakkar fólk stæru hlutum?
ég afhenti líka barnaburðapokann sem ég var að selja, ég hálf sé eftir honum. en hef engin not fyrir hann
En svo skruppum við í kringluna og fengum okkur að borða, ég verslaði mér smá snytivörur sem voru alveg búnar og ég var búin að treina í nokkra mánuði með að kaupa;).
Á leiðinni heim komum við við hjá ömmu minni sem ég hef ekki farið til í nokkra mánuði og ég skamast mín fyrir það. Ég þarf bara að gera mér ferð í þetta því að þegar ég ætla að gera það þegar ég er að gera annað þá er ég annaðhvort orðin uppgefin, krakkarnir pirraðir eða klukkan orðin svo margt. Ég ætla svo að reyna að fara með alla fjölskylduna að minnsta kosti einu sinni en áður en við förum.
Ég varð að leggja mig á leiðinni til baka. ég bara skil þetta ekki ég verð alltaf svo þreytt á leiðinni heim. ég held að Reykjavík sé svona orkuþjófur á mér, eða spennufall eða eitthvað. haha ég ætti þá að hafa nægja orku í Myken haha. ekki eins og maður verði stressaður þar haha.
Endaði svo ferðina á að sækja Guðfinnu til mömmu og pabba. Lentum á kvöldmatartíma og auðvitað sögðust börnin vera svöng og þau hefðu ekki fengið neitt að borða enda lík mömmu sinni haha.
Sjálfsögðu tuðaði pabbi yfir þessu en ég sá á honum að honum fanst þetta ekki leiðinlegt. Hann er ekki alltof sáttur yrir því að ég sé að fara út en ég held það sé bara að hann vill hafa okkur í kring.
Komum heim og ég steinsofnaði í sófanum eftir að ég var búin að fá með Blá litla áf í rúmið..
Svo eftir helgi verð ég að fara og láta gera vegabréfin.

Thursday, July 1, 2010

Í fréttum í Noregi

Þar sem eyjabúar eru nú ekki margir þá varð það frétta efni að það væru svona margir íslendingar þarna.
Og það var tekið viðtal við mannin minn. Á þessari síðu sem linkurinn er á er líka aðrir linkar á fréttir sem eru frá Myken



http://www.nrk.no/nyheter/distrikt/nordland/1.7184116

Auðvitað fannst mér kallinn voða sætur í viðtalinu og sérstaklega í íslensku lopapeisunni sem ég prónaði á hann ;)

Myken og við

Ég er 4 barna mamma sem er að flytja til Noregs eins og margir íslendingar.
Maðurinn minn og tengdapabbi eru í Noregi og með vinnu sem er mög gott mál.

En svo ég byri á byrjuninni. Hvernig þetta kom til og hvert við erum að fara.

Seinasta vetur varð maðurinn minn atvinnulaus eins og margir í byggingar iðnaðinum, honum bauðst mögleiki á Færeyjum en vildi alls ekki fara þangað, honum leið ekki vel þar seinast og var ekki sáttur við kjörin sem væru mögulega í boði. ég bauðst til að koma með en hann vildi það alls ekki, sem var eins gott því að ég gerði það með hálfum hug. Vildi halda börnunum mínum í skólunum sem þau voru í hér sem ég er og var mjög sátt við.

Eftir að hann var búin að vera atvinnulaus í nokkra mánuði og var farin að gera mig gráhærða, þá voru hann og pabbi hans að velta Noregi fyrir sér, mér leist vel á allt bara til að koma honum út af heimilinu ;)ég var að verða brjáluð enda von að maðurin væri annað hvort að vinna í burtu 10 daga eða lengur og nokkra daga heim og ef hann var að vinna nær þá fór hann út fyrir 8 og kom ekki heim fyrr en fyrstalagi eftir 8 á kvöldin. Í mars kom svo í ljós góður möguleiki í Noregi frændi hans sem var komin þangað var að ath málin fyrir þá.

Rétt fyrir páska fenguð við góðu fréttirnar hann var komin með vinnu og átti að byrja eftir páska. yess ;)Mér létti stórlega enda var orðið erfitt fyrir mig að hafa þessa elsku heima alla daga allan dagin og svo er það líka dýrara hehe.

Í enda Apríl fór hann út, eftir viku var ég farin að sakna hans haha gott á mig. en eina sem ég vissi var að hann væri á eyju fyrir utan Noreg og eitthvað um Bodö. Svo mín prufaði að goggla og fann þessa síðu. ég drakk hann í mig.. skoðaði alla linka blogg og allt sem ég sá á þessari síðu og rúmlega það næstu 5 vikunar.

Ég var orðin ástfangin af eyjunni. Aldrei hefði ég trúað því að einhver staður í heiminum annar en ísland mundi heilla mig og sem ég gæti hugsað sem HEIMA. Ég er svo mikil íslendingur að það er vandræðarlegt hehe og stolt af því hehe.

En nú var hann að koma heim og hjólin í hausnum á mér voru löngu farin að snúast og ég upptekin í dagdraumum um hvernig það er að búa þarna. Las heimasíðu fjölskyldunar sem bjó þarna seinasta vetur Og sendi þeim vinarbeðni á Fésinu. Ég spurði þau hvernig væri að vera með börn þarna og þau sögðu bæði að það væri bara æðislegt þó þau væru einu börnin á eyjunni þá leiddist þeim aldrei. Ég sendi líka manninum sem sér um heima síðuna email og spurði hverjir möguleikarnir fyrir okkur væru ef ég vildi koma út með krakkana. Honum leist mjög vel á. eini gallinn var að það var ekki gert ráð fyrir kennslu næsta vetur en Noregi er skilt að veita kennslu svo hann sá það ekki sem vandamál.

Svo kom kallinn heim ég gat nú ekki demt þessu á hann bara sí svona haha en þessi vika sem hann var heima ýjaði ég bara vel að því að ég væri alveg til að koma út til hans og búa þarna.. gerði meirað segja lista yfir kosti og galla..

Ég nefndi þetta við ættinga eins og mömmu og hún varð svo æst að hún var búin að flytja mig út áður en ég vissi af og komin í heimsókn næsta sumar haha

Maðurinn minn hoppaði ekki á hugmyndina 1, 2 og 10 enda mun jarðbudnari en ég. En hann harðneitaði ekki eins og þegar ég talaði um Færeyjar. 1-2 vikum eftir að hann var komin út sagði hann að ég gæti farið að sækja um vegabréf fyrir krakkana.

Hólin voru farin að snúast. ég var að deyja úr tillökun. Það var ath með möguleika á húsnæði og fundið nokkrir möguleikar og á endaum vorum við komin með lítið og kósi hús ég fékk sendar myndir innan úr því og gat skoðað það að utan það heitir Helgestua og er yfir 130 ára gamat. já það væri kanski þröngt en það skipti mig ekki máli ég fékk að láta drauminn rætast.

Fjölskyldan sem var með vefsíðuna fannst þetta allt of lítið fyrir okkur svo að frúin auglýsti eftir stærra húsnæði og í gær fékk ég þær frettir frá manninum mínum að við værum komin með stærra húsnæði. Og það heitir Fredly

Ég undirskrifaði pappíra sem þurfti að senda sambandi við flutning og skólagöngu krakkana. Allt var komið á skrið. Krakkarnir búnir að fá að vita að við værum að fara. Aður en ég sendi pappírana sagði elsta dóttir mín mér að hún vildi ekki fara og ég skildi hana mjög vel. Að vera eini unglingurinn var ekki spennandi. Hún var að fara í 10 bekk og spenandi ár framundan. ég var ekki búin að ræða það sérstajkelga við nein en margir buðu henni að vera en á endanum var ákveðið að hún yrði hjá vinkonu sinni og ætleiddu ömmunni okkar. Þær verða 2 einar og hún verður með sérherbergi hjá henni. Og ég veit að hún mun hafa það mjög gott hjá þessari yndislegu konu og getur haldið áfram í gamla skólanum sínum með krökkunum sem hafa verið með henni í bekk síðan hún var 6 ára. Hinn 2 eru að fara ó 1 og 4 bekk svo ég hef ekki eins miklar áhyggur af þeim. Svo er ég með litla títlu sem verðu 3 ára áður en við förum. Það verður líklega önnur þar á sama aldri svo hún hefur félagsskap.

Ég lét þau í vinnunni vita. Og ég verð laus 12 ágúst þar sem ég er bara í sumarafleysingum. Núna er allt komið á fullt á morgun fer ég til að kaupa flutningskass. Við tökum ekki mikið út ca 2 bretti. rest fer í geymslu.

eins og er stefnum við á 1 ár í Norgegi. En svo sjáum við bara til hvort við komum aftur til íslands, verðum þarna annað ár eða gerum eitthvað ALLT annað.

Þetta verður bara ævintýri sem ég hef hugsað mér að njóta út í ystu æsar. Það er ekki oft sem maður fær svona upp í hendurnar sitt eigið Himmel blå.

Vegna fjöls áskorana hef ég opnað þetta blogg sem ég hef hugsað mér til að nota til að blogga næta árið jafvel þó ekkert sé að gerast á Myken.