Thursday, September 9, 2010

Olbogaskeljar..


Þær eru losta æti nú á ég bara eftir að hugsa um mat í hvert sinn sem ég sé þær. En það góða er að ég get farið niður í fjöru og sótt mér..nammi..

Krakkarnir fóru með Gró í ferð út í sker hér við hliðina og mér og Birgittu var boðið með. Þetta var bara æði og verst hvað mér gegnur illa að setja inn myndir.

Veðrið hér er bara æði í dag..logn og glampandi sól. Ég helst ekki úti vegna þess. Við tíndum skeljar og kuðunga og kveiktum bál þar sem við elduðum þetta fyrst stímuðum við til að láta þá losa sig úr skelinni og svo elduðum við þá í smjöri og hvítlauk..Nammi..Voru með brauð deig sem við settum á grein og grilluðum. Ég tók líka smá deig og setti á pönnuna í afgangin af smjörinnu þegar við vorum búin með skelvöðvana og steikti smá brauð sem var líka mjög gott..
Svo var eftir rettur bakaðu rí álpappír, brauð,epli og súkkulaði Nammi..

Bókað mál eitthvað sem ég á eftir að tína mér sjálf og elda fyrir mig hér heima..þetta er bara gott..Svo var buslað aðeins í sjónum ..krakkarnir strípuðu bara..æðislegt að sjá hvað krakkar geta verið frjálsir þegar þeim er leift það..

1 comment:

  1. jæja, ég er orðin spennt að heyra meira frá ykkur

    kv. Bryndís

    ps.. sendi saknaðarknús á krakkana

    ReplyDelete