Friday, September 3, 2010

Pizzu partý

Vorum með partý hér í gær. Ég ákvað að hafa pizzu og Sara fékk veður af því og vildi endilega taka þátt sem var ekkert mál. Svo var maður sem er í heimsókn hér á eyjunni í nokkra daga sem við buðum með líka.
Þau hældu pizzuni í hástert, og við eyddum kvöldinu að borða pizzu, ís og spila og sína galdra. Spjala um túngumál og hvað er líkt með þeim. Enda var fólk frá 3 löndum hérna. Svo fóru krakkarnir þeigandi og hlóðalaust í rúmið. Og hann Arne fór í rúmið á Odinsplasse (var í tjaldi fyrrinótina og þar í gær. Ég og sara sátum hér að skoða netið og drekka eplasider fram á nótt og spjalla.
Fengum skilaboð frá Gestinum okkar.
stig frá Norsku dómnefndinni.
íslendingar 12 stig
sænska fiskikonan 12 stig
íslenska pizzan 12 stig
Myken 12 stig
íbúar myken 12 stig..
Gaman að hann hafði svona gaman að því að vera hér og að við gátum gert ferðina hans svona ánægjulega. Nú segir hann vinum sínum frá og þeir sínum sem þýðir kannski fleiri gestir til Myken sem er mjög gott mál.
En við áttum öll mjög ánægjulegt kvöld..

No comments:

Post a Comment