Saturday, January 15, 2011

Önnur vika janúar er búin

Rosalega er tímin fljótur að líða.Verða komin Jól aftur áður en maður veit.
Það er búið að vera nánast vinna hjá mér upp á hvern dag alla vikuna síðan að sjómennirnir komu úr jólafríi. Þó í fríi í dag.

Ég og Hafsteinn erum mætt kl 5 á morgnana alla virka daga en seina um helgar til að pakka en þessir 100-140 kassar sem við höfum haft taka ekki nema 2-3 tíma. Þá skelli ég mér heim til að taka á móti stelpuni og vera viss um að krakkarnir séu farnir í skólan ;)

Í gærkveldi (fös) bauð Sara sænska okkur í mat. þ.e.s öllum íslendingunum. Og maturinn var hér heima hjá mér. hún ætlaði bara að hafa ýsu og kannski smá grænmeti. En ég var á því að 2 ýsur og smá grænmeti væri ekki alveg nóg fyrir 7 fullorðna. þannig að ég sauð smá jarðepli sem ég átti hér. tengdó lét mig fá hrogn sem varð að sjóða fljótlega og svo skellti ég 2 pokum af frosnu grænmeti með líka (750-1000 gr). Sara hafði bætt við 1-2 ýsu í viðbót til að vera viss um að vera með nóg. Þannig við vorum með nægan mat.
Og rosalega var þetta gott..Hún steikti ýsuna létt á pönnu og setti svo í form..svissaði lauk og skellti yfir áasamt kryddi og setti þetta svo inn í ofn ..hitt var gufusoðið ss. kartöflunaar og grænmetið og svo hrognin skellt í vatn..það var ca fiskur eftir fyrir 1-2 og eitt hrogn.

Í kvöld er okkur svo er okkur svo boðið í mat til Hafsteinns og Kristinar til að smakka Lýsing og lýsu. Hann er víst ekki veiddur við Ísland. verður spenandi að smakka hann.

annars hefur allt verið rólegt. Björn fór í vikuni til að fara til dóttir sinnar en lenti á sjúkrahúsi yfir nótt á leiðinni en kallir verður fljótt hress..

Komum heim um 9 leitið úr matnum..NAMMI maturinn var bara æði, með besta fisk sem ég ef smakkað..Við vorum 7 fullorðin (öll þau sömu og í fyrakvöld) Krakkarnir fengu pyslu og voru sátt við það ;) Ætla að reyna að hafa þessa blessuðu föstudagpizzu sunnudagskveld..MMM tak fyrir mig Hafstein og Kristín...

No comments:

Post a Comment