Thursday, January 6, 2011

Þrettándinn

Já nú er jólahátíðin og áramótin formlega búin.
Þó það sé með trega þá er ég óskaplega fegin. Var orðin frekar þreytt..tekur á að vera með krakkana heima og svo fer öll rútina úr skorðum..fólk að vaka lengur og sofalegnur..Svolítið slítandi ;)

Ég kom heim í gærkveldi frá því að fylgja Máney á flugvöllinn...Var ekki alveg tilbúin að láta hana fara eina. Birgitta fékk að koma með okkur. Það er það eina leiðinlega við að jólin eru búin Máney varð að fara heim.

Það var komin fiskur í vinuna þegar ég kom heim og ég var mætt þangað kl 5:30 í morgun og kom heim um 7:30. Svo auðvitað skólamaturinn í hádeginu ( eini máltíð minna sem ég þarf að sjá um ;) ).

Konan hans Kato og sonur komu með honum til Myken núna 3 jan og allir "gestirnir" sem voru hér á Myken um jólin eru farnir held ég og fólkið sem býr hér og fór burt um jólin er að tínast til baka.

No comments:

Post a Comment