Saturday, July 3, 2010

6 vikur í brottför

Það var helgar frí hjá mér í vinnuni í dag og nýbúið að vera mánðar mót svo ég fylti bílinn og skelti mér með krakkana í bæinn.
GB var reyndar ekki með þar sem hún var í sumarbústað með mömmu og pabba og litu systir minni og fór með þeim bara beint út í Garð þaðan.
En já við fórum í bæinn og ég byrjaði á því að ná í flutningskassa. rosalega finnst mér þeir eitthvað litlir. Hvernig pakkar fólk stæru hlutum?
ég afhenti líka barnaburðapokann sem ég var að selja, ég hálf sé eftir honum. en hef engin not fyrir hann
En svo skruppum við í kringluna og fengum okkur að borða, ég verslaði mér smá snytivörur sem voru alveg búnar og ég var búin að treina í nokkra mánuði með að kaupa;).
Á leiðinni heim komum við við hjá ömmu minni sem ég hef ekki farið til í nokkra mánuði og ég skamast mín fyrir það. Ég þarf bara að gera mér ferð í þetta því að þegar ég ætla að gera það þegar ég er að gera annað þá er ég annaðhvort orðin uppgefin, krakkarnir pirraðir eða klukkan orðin svo margt. Ég ætla svo að reyna að fara með alla fjölskylduna að minnsta kosti einu sinni en áður en við förum.
Ég varð að leggja mig á leiðinni til baka. ég bara skil þetta ekki ég verð alltaf svo þreytt á leiðinni heim. ég held að Reykjavík sé svona orkuþjófur á mér, eða spennufall eða eitthvað. haha ég ætti þá að hafa nægja orku í Myken haha. ekki eins og maður verði stressaður þar haha.
Endaði svo ferðina á að sækja Guðfinnu til mömmu og pabba. Lentum á kvöldmatartíma og auðvitað sögðust börnin vera svöng og þau hefðu ekki fengið neitt að borða enda lík mömmu sinni haha.
Sjálfsögðu tuðaði pabbi yfir þessu en ég sá á honum að honum fanst þetta ekki leiðinlegt. Hann er ekki alltof sáttur yrir því að ég sé að fara út en ég held það sé bara að hann vill hafa okkur í kring.
Komum heim og ég steinsofnaði í sófanum eftir að ég var búin að fá með Blá litla áf í rúmið..
Svo eftir helgi verð ég að fara og láta gera vegabréfin.

2 comments:

  1. Spennandi, spennandi, bara allt að gerast. :)

    P.s ég kann ekki að gera neitt nema þetta Anonymous, ekki að ég sé nafnlaus fyrir því hehe.

    Kveðja Rakel.

    ReplyDelete
  2. ekki málið Rakel mín ég veit hver þú ert ;)

    ReplyDelete