Thursday, July 1, 2010

Myken og við

Ég er 4 barna mamma sem er að flytja til Noregs eins og margir íslendingar.
Maðurinn minn og tengdapabbi eru í Noregi og með vinnu sem er mög gott mál.

En svo ég byri á byrjuninni. Hvernig þetta kom til og hvert við erum að fara.

Seinasta vetur varð maðurinn minn atvinnulaus eins og margir í byggingar iðnaðinum, honum bauðst mögleiki á Færeyjum en vildi alls ekki fara þangað, honum leið ekki vel þar seinast og var ekki sáttur við kjörin sem væru mögulega í boði. ég bauðst til að koma með en hann vildi það alls ekki, sem var eins gott því að ég gerði það með hálfum hug. Vildi halda börnunum mínum í skólunum sem þau voru í hér sem ég er og var mjög sátt við.

Eftir að hann var búin að vera atvinnulaus í nokkra mánuði og var farin að gera mig gráhærða, þá voru hann og pabbi hans að velta Noregi fyrir sér, mér leist vel á allt bara til að koma honum út af heimilinu ;)ég var að verða brjáluð enda von að maðurin væri annað hvort að vinna í burtu 10 daga eða lengur og nokkra daga heim og ef hann var að vinna nær þá fór hann út fyrir 8 og kom ekki heim fyrr en fyrstalagi eftir 8 á kvöldin. Í mars kom svo í ljós góður möguleiki í Noregi frændi hans sem var komin þangað var að ath málin fyrir þá.

Rétt fyrir páska fenguð við góðu fréttirnar hann var komin með vinnu og átti að byrja eftir páska. yess ;)Mér létti stórlega enda var orðið erfitt fyrir mig að hafa þessa elsku heima alla daga allan dagin og svo er það líka dýrara hehe.

Í enda Apríl fór hann út, eftir viku var ég farin að sakna hans haha gott á mig. en eina sem ég vissi var að hann væri á eyju fyrir utan Noreg og eitthvað um Bodö. Svo mín prufaði að goggla og fann þessa síðu. ég drakk hann í mig.. skoðaði alla linka blogg og allt sem ég sá á þessari síðu og rúmlega það næstu 5 vikunar.

Ég var orðin ástfangin af eyjunni. Aldrei hefði ég trúað því að einhver staður í heiminum annar en ísland mundi heilla mig og sem ég gæti hugsað sem HEIMA. Ég er svo mikil íslendingur að það er vandræðarlegt hehe og stolt af því hehe.

En nú var hann að koma heim og hjólin í hausnum á mér voru löngu farin að snúast og ég upptekin í dagdraumum um hvernig það er að búa þarna. Las heimasíðu fjölskyldunar sem bjó þarna seinasta vetur Og sendi þeim vinarbeðni á Fésinu. Ég spurði þau hvernig væri að vera með börn þarna og þau sögðu bæði að það væri bara æðislegt þó þau væru einu börnin á eyjunni þá leiddist þeim aldrei. Ég sendi líka manninum sem sér um heima síðuna email og spurði hverjir möguleikarnir fyrir okkur væru ef ég vildi koma út með krakkana. Honum leist mjög vel á. eini gallinn var að það var ekki gert ráð fyrir kennslu næsta vetur en Noregi er skilt að veita kennslu svo hann sá það ekki sem vandamál.

Svo kom kallinn heim ég gat nú ekki demt þessu á hann bara sí svona haha en þessi vika sem hann var heima ýjaði ég bara vel að því að ég væri alveg til að koma út til hans og búa þarna.. gerði meirað segja lista yfir kosti og galla..

Ég nefndi þetta við ættinga eins og mömmu og hún varð svo æst að hún var búin að flytja mig út áður en ég vissi af og komin í heimsókn næsta sumar haha

Maðurinn minn hoppaði ekki á hugmyndina 1, 2 og 10 enda mun jarðbudnari en ég. En hann harðneitaði ekki eins og þegar ég talaði um Færeyjar. 1-2 vikum eftir að hann var komin út sagði hann að ég gæti farið að sækja um vegabréf fyrir krakkana.

Hólin voru farin að snúast. ég var að deyja úr tillökun. Það var ath með möguleika á húsnæði og fundið nokkrir möguleikar og á endaum vorum við komin með lítið og kósi hús ég fékk sendar myndir innan úr því og gat skoðað það að utan það heitir Helgestua og er yfir 130 ára gamat. já það væri kanski þröngt en það skipti mig ekki máli ég fékk að láta drauminn rætast.

Fjölskyldan sem var með vefsíðuna fannst þetta allt of lítið fyrir okkur svo að frúin auglýsti eftir stærra húsnæði og í gær fékk ég þær frettir frá manninum mínum að við værum komin með stærra húsnæði. Og það heitir Fredly

Ég undirskrifaði pappíra sem þurfti að senda sambandi við flutning og skólagöngu krakkana. Allt var komið á skrið. Krakkarnir búnir að fá að vita að við værum að fara. Aður en ég sendi pappírana sagði elsta dóttir mín mér að hún vildi ekki fara og ég skildi hana mjög vel. Að vera eini unglingurinn var ekki spennandi. Hún var að fara í 10 bekk og spenandi ár framundan. ég var ekki búin að ræða það sérstajkelga við nein en margir buðu henni að vera en á endanum var ákveðið að hún yrði hjá vinkonu sinni og ætleiddu ömmunni okkar. Þær verða 2 einar og hún verður með sérherbergi hjá henni. Og ég veit að hún mun hafa það mjög gott hjá þessari yndislegu konu og getur haldið áfram í gamla skólanum sínum með krökkunum sem hafa verið með henni í bekk síðan hún var 6 ára. Hinn 2 eru að fara ó 1 og 4 bekk svo ég hef ekki eins miklar áhyggur af þeim. Svo er ég með litla títlu sem verðu 3 ára áður en við förum. Það verður líklega önnur þar á sama aldri svo hún hefur félagsskap.

Ég lét þau í vinnunni vita. Og ég verð laus 12 ágúst þar sem ég er bara í sumarafleysingum. Núna er allt komið á fullt á morgun fer ég til að kaupa flutningskass. Við tökum ekki mikið út ca 2 bretti. rest fer í geymslu.

eins og er stefnum við á 1 ár í Norgegi. En svo sjáum við bara til hvort við komum aftur til íslands, verðum þarna annað ár eða gerum eitthvað ALLT annað.

Þetta verður bara ævintýri sem ég hef hugsað mér að njóta út í ystu æsar. Það er ekki oft sem maður fær svona upp í hendurnar sitt eigið Himmel blå.

Vegna fjöls áskorana hef ég opnað þetta blogg sem ég hef hugsað mér til að nota til að blogga næta árið jafvel þó ekkert sé að gerast á Myken.

3 comments:

  1. Flott hjá þér, vona að þið fjölskyldan eigið eftir að njóta ykkar í botn, hlakka til að fylgjast með.

    Rakel.

    ReplyDelete
  2. Gangi ykkur vel úti knús og kvitt
    þín Gunna/Lillyann af er :)

    ReplyDelete
  3. Til hamingju!
    Ætla að fylgjast með blogginu þínu, er nefnilega líka ævintýramanneskja eins og þú.

    Björk

    ReplyDelete