Saturday, August 28, 2010

Ferð upp á fastland

Í gær fostudag fórum við Árni ásamt Birgittu með Rauðaljóninu upp á fastland til skrá mig inn í landið og aðeins að vesendast í smámálum og versla.
ég þurfti að vakna kl 4 til að fara með bátnum kl 5:10. Ferðin tekur 2 tíma.
Verslunin er svolítið sérstök . Hún er á höfninni í húsinu er bensínstöð, byggingarvöru verslun og "kaupfélag" minnir mig svolítið á kaupfélagið í sveitinni þegar ég var krakki. Og á kassanum í búðinni er bæði búðinn, apotekið og pósthúsið. Svo er svona sjálfafgreiðslu kaffi hús og maður borgar bara með því að setja peningin í bauk..Mjög sérstakt. Báturinn fór ekki til baka fyr en 15:30. Svo það er svolítil bið eftir að við vorum búin að öllu sem við þurftum að gera. En veðrið var gott svo það er allt í lagi.

Árni og stelpan steinsváfu alla leiðinna heim aftur ég varð að vekja þau þegar við komum til Myken. Þar sem gamli kallinn og krakkarnir biðu okkur á kæjanum. Þau komu ekki með þar sem þau voru í skólanum um morguninn. Þau fóru og gerðu brennu og grilluðu sér pylsu um morgunnin..

heihei Bjarney

1 comment:

  1. Æðislegt að heyra hvað það gengur vel þarna úti. aldrei að vita nema með tímanum komi fleiri börn. bið innilega að heilsa öllum og knúsar alla frá okkur. elskum ykkur.

    ReplyDelete