Friday, August 27, 2010

Loksins smá net í íslenskari tölvu ;)

Jæja þá er maður með smá net hér heima þar sem maður kemst í ísl lykla borð ;)

Nú erum við búin að vera hér í viku og allir eru en ánægðir. Við erum því miður ekki en búin að fá dótið okkar svo að ég get ekki en sett inn myndir en þær koma um leið og hægt er, aðalega á facebook en einhverjar munu líka koma hér. Ég er búin að taka fullt af ÆÐISLEGUM myndum.

Veðrið er búið að vera æðilegt alla vikuna fyrir ein dag sem ringdi eins og helt væri úr fötu en það var líka æði hehe.

Hér eru litlar svartar flugur sem eru kallaðar mugg og Tengda pabbi er útbitin eftir þær. Árni örfá bit og ég og krakkarnir höfum ekkert verið bitin en sem komið er og vonandi helst það svoleiðis.

Að mörguleiti er eins og fara 30 ár aftur í tímann að koma hingað til Myken og það er bara æði. Hér í íbúðinni okkar sem er með yngstu húsunum hér(byggt 1972) er Mykið af gömlum hlutum og svo gólfdúkarnir og veggfóðrið..það er bara æði. Hér er mikið af gömlum húsum sem fólk er að taka í gegn og því miður þá er mikið af gömlum hlutum hent, það eru ekki allir fyrir þessa gömlu hluti og henda þeim :( Okkur íslendingunum og Söru (sænsk) finnst mj0g erfitt að horfa upp á það. Sumir segja meirað segja að það ætti að vera lög við að henda svona gömlum hlutum, mikið af þessu er antik.

Verslunin hér er líka pósthús og samkomustaður eyjabúa. Það er opið alla virkadaga milli 14 og 16 og svo á laugardögum er opið milli 11 og 13.

Ég og Birgitta erum komnar með ágætis rútinu yfir dagin. Við vöknum með krökkunum, borðum með þeim morgunmat og komum þeim í skólann. Þvoum þvott og þrýfum fyrir hádegi. Afi og pabbi koma heim í kaffi um 10 leitið. kl 12 löbbum við í skólann og borðum hádegismat með krökkunum og öðrufólki sem kemur í mat í skólann. kl 13 fara krakkarnir aftur að læra en við Göngum frá eftir matinn. Svo röltum við út í búð sem opnar kl 14. stundum löbbum við með Kristinu (vinkona Birgittu) og mömmu hennar hennar. Íbúðinni er leikhorn fyrir krakkana en fullorðna fólkið situr og drekkur kaffi meðan það spjallar. Konurnar taka sig líka til og prjóna. Bæði eigin verkefni og svo er líka bútaprjónsteppi sem allar eru að gera saman. Svo klárar fólk smátt og smátt að versla. Upp úr 16 rölta ég og krakkarnir heim. Oft um það leitið hvílir Birgitta sig smá og ég hef það rólegt. Klára kannski það sem ég náði ekki um morgunin. Svo fer ég að undirbúa kvöldmatinn. Mikið er ég fegin að ég er að fá pottana mína senda til mín. Her er ein lítil panna örfáir litlir stálpotar og svo eru ALLIR hinir ÁLPOTTAR já ÁLPOTTAR þeir eru samt góðir til að poppa haha....Svo er vaskað upp og gengið frá eftir matinn. Engin uppþvottar vél ;)..Svo eru krakkarnir gerðir tilbúnir í háttinn. Svo er bara haft það náðugt við sjónvarpið eða lestur..

Mér gegnur ágætlega með Norskuna. MEirað segja mjög vel miða við að ég er bara búin að vera hér í viku.

Krakkarnir hafa það flott hér. Þór sést varla allan dagin ef hann er ekki í skólanum eða slíglast í kringum pabba sinn í vinnuni þá er hann í einhverjum könnunarferðum hér í kring.

Þau byrjuði í skólanum á mánudaginn var. Dagurinn þeirra byrjar á því að þau taka með sér mat fyrir hænurnar ( afgangur síðan deginum áður) og gefa hænumum á morgnana. Svo eru kennslu stundir. Þór er með stærðfræðibók fyrir 2 bekk og gegnur bara mjög vel en í byrjun er mesta áheyrsla á það að kenna þeim Norsku að sjálfsögðu, Eitt er það sem er ekki gott það er að þau eru ekki í samskiptum við önnur norsk börn því það er þannig sem börn læra Norksuna svona fljót, leika við önnur börn. Svo í hádeginu þá eru þau með mötuneiti þar sem þau eru búin að elda hádegismat og leggja á borð fyrir sig og hvern þann sem dettur í hug að mæta og borða með þeim. Við foreldranir koma alltaf. Maturinn fyrir þau og Birgittu er frítt en hann kostar 20 nkr lámark á mann. Peningurinn er notaður í kosnað og allir afgangur fer í ferðasjóð fyrir skólann. Svo eftir hádegismatinn þá eru þau í einum skólatíma. Þau koma svo og hitta mig upp í búð ef ég er farin...Svo eru þau bara að skotast hér inni og úti það sem er eftir að deginum. Ég leifi þeim svolítið að horfa á Norksa barnatímann enda fín leið til að læra Norskuna.

Við höfum það allavegnana öll hér vigtig bra..

No comments:

Post a Comment